Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 54
52
URVAL
Hvers vegna uppgötva svo mörg hjón allt í einu,
að þau búa raunverulega hvort í sínum heimi?
Hér er hugvekja um það, hvers vegna
hjónabönd, sem tilsýndar virðast standa á
traustum grunni taka allt í einu að nða til falls,
og hvers vegna þeir, sem komast yfir þetta,
koma oftast sterkari úr því en nokkru sinnifyrr.
VANDAMÁL
MIÐALDRA HJÖNA
— Geil Sheeby —
/Ín/Jn. /í\ A\
*
*
*
*
O
11 vitum við, að börn fara
gegnum fjölmörg þýð-
ingarmikil aldursskeið,
og það er hluti af því sem
þeim er nauðsynlegt til
þroska. En hvað með þá, sem
fullorðnir eru? Hvað með 35 ára
gamla móður, sem hefur leitast við
að skapa börnum sínum bestu
skilyrði, til þess að þau geti myndað
heilsteyptan persónuleika, en finnst
svo allt í einu að hennar eigið líf og
þroski sé eins og visnandi potta-
planta? Eða fertuga karlinn, sem
hvað atvinnuferil snertir hefur náð
öllum sínum markmiðum, en er nú
niðurdreginn og finnst hann ekki
metinn að verðleikum? Eru þessar
tilfinningar eðlilegar? Er þetta
nokkuð, sem sjá hefði mátt fyrir?
Nýr skilningur á æviferli okkar sem
fullorðinna staðfestir það sem margir
höfðu haft grun um: Að tíminn eftir
fyrstu æskuárin er ekki bara bein og
jöfn þjóðleið, heldur göngum við í
gegnum margs konar þroska- og
breytingaskeið, öll nokkurn veginn á
sama aldri. Þessi tímamótaskeið —
— Úr McCall’s —