Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 56

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 56
54 URVAL blæstri, eigum við langtum meira að gefa öðrum. Vitaskuld getur þetta líka endað með hrikalegum árekstri, þegar hjón lenda í þessum vanda. Ef falið ósamræmi hefurverið milli þess, sem hann eða hún hafa vænst og þess sem orðið hefur, kemur það fram í dagsljósið á þessum tíma. Fjörutíu og þriggja ára rithöfundur sagði: ,,Það var skelfilegt að uppgötva, að konan mín hafði alltaf vænst þess að ég yrði nýr Hemingway, sem skrifaði met- sölubók ársins. Ég varð svo niður- brotinn, að ég gat ekki skrifað stafkrók í hálft ár. Og samlíf okkar fór í hundana.” Ef karl, sem verður að horfa á bak draum sínum, verður niðurbrotinn af því, er það hálfu verra fyrir konuna, sem alltaf hefur verið honum háð. Því hún tapar meira að segja einstaklingskenndinni, sem hún hef- ur haft af því að lifa hans lífi, og ef til vill var einasta einstaklingskenndin, sem hún hafði. Þannig er það, að margar konur á fertugsaldri verða að horfast í augu við, að það er harla ófullnægjandi að burðast með drauminn einan. ,,Mér fannst ég verða að keppa að einhverju,” sagði kona, sem var gift dæmigerðum atorku- og framajálki. ,,En ég er dauðsmeyk, því ég hef ekki hug- mynd um hvernig ég á að standa að því.” Sú þverstæða, sem er mest áberandi milli karls og konu á þessum tíma er sú tilfinning hans, að öllu sé lokið, á sama tíma og henni finnst hún loks vera frjáls og óbundin. Þrátt fyrir geig hennar og óvissu um, hvernig hún á að fara að, finnst henni hún vera laus úr viðjum. Eftir öll þessi ár, sem hún hefur hagað lífí sínu eftir öðrum og veitt öðrum forgang, getur hún nú kastað sér út í starf og félagslíf, sem hún hefur ekki fyrr haft tíma til né kjark til — vissulega á óstyrkum vængjum, en í leit að sínu eigin sjálfl. Þessu er öðruvísi farið með karlinn, sem nálgast þetta skeið tilverunnar. Það er sama, hve hátt hann hefur náð á sinni braut, sá stigi hangir altaf fyrir neðan hann eins og endalaus röð endurtekninga. Og fyrir ofan — er nokkurs að vænta, sem eftirvænting sé í? Ekki nema hann skapi það sjálfur. ,,Lífið er eitthvað svo eyðilegt,” sagði einn þeirra við mig. , ,Það eina, sem ég hef að hlakka til er enn ein ársskýrsla. Það er sem maður sjái umsnúna mynd af fyrri hlutverkum hans og hennar. Þegar þau vom um þrítugt, var það oftast hún, sem öfundaði hann. Hún sat kannski eins og föst í neti húshalds og barnauppeldis, hafði á tilflnningunni að hún væri stöðnuð og föst í sömu sporunum, og öfundaði hann af spennandi starfi með ákveðnum markmiðum og verðlaunum. Hann ,,var eitthvað”, hann var einstaklingur út af fyrir sig. Og henni flaug ekki í hug, að á næsta áratug eða þarnæsta yrði hinn ferhyrndi öfundsverði starfsheimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.