Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 56
54
URVAL
blæstri, eigum við langtum meira að
gefa öðrum.
Vitaskuld getur þetta líka endað
með hrikalegum árekstri, þegar hjón
lenda í þessum vanda. Ef falið
ósamræmi hefurverið milli þess, sem
hann eða hún hafa vænst og þess sem
orðið hefur, kemur það fram í
dagsljósið á þessum tíma. Fjörutíu og
þriggja ára rithöfundur sagði: ,,Það
var skelfilegt að uppgötva, að konan
mín hafði alltaf vænst þess að ég yrði
nýr Hemingway, sem skrifaði met-
sölubók ársins. Ég varð svo niður-
brotinn, að ég gat ekki skrifað
stafkrók í hálft ár. Og samlíf okkar
fór í hundana.”
Ef karl, sem verður að horfa á bak
draum sínum, verður niðurbrotinn af
því, er það hálfu verra fyrir konuna,
sem alltaf hefur verið honum háð.
Því hún tapar meira að segja
einstaklingskenndinni, sem hún hef-
ur haft af því að lifa hans lífi, og ef til
vill var einasta einstaklingskenndin,
sem hún hafði. Þannig er það, að
margar konur á fertugsaldri verða að
horfast í augu við, að það er harla
ófullnægjandi að burðast með
drauminn einan. ,,Mér fannst ég
verða að keppa að einhverju,” sagði
kona, sem var gift dæmigerðum
atorku- og framajálki. ,,En ég er
dauðsmeyk, því ég hef ekki hug-
mynd um hvernig ég á að standa að
því.”
Sú þverstæða, sem er mest
áberandi milli karls og konu á
þessum tíma er sú tilfinning hans, að
öllu sé lokið, á sama tíma og henni
finnst hún loks vera frjáls og
óbundin. Þrátt fyrir geig hennar og
óvissu um, hvernig hún á að fara að,
finnst henni hún vera laus úr viðjum.
Eftir öll þessi ár, sem hún hefur
hagað lífí sínu eftir öðrum og veitt
öðrum forgang, getur hún nú kastað
sér út í starf og félagslíf, sem hún
hefur ekki fyrr haft tíma til né kjark
til — vissulega á óstyrkum vængjum,
en í leit að sínu eigin sjálfl.
Þessu er öðruvísi farið með
karlinn, sem nálgast þetta skeið
tilverunnar. Það er sama, hve hátt
hann hefur náð á sinni braut, sá stigi
hangir altaf fyrir neðan hann eins og
endalaus röð endurtekninga. Og fyrir
ofan — er nokkurs að vænta, sem
eftirvænting sé í? Ekki nema hann
skapi það sjálfur. ,,Lífið er eitthvað
svo eyðilegt,” sagði einn þeirra við
mig. , ,Það eina, sem ég hef að hlakka
til er enn ein ársskýrsla.
Það er sem maður sjái umsnúna
mynd af fyrri hlutverkum hans og
hennar. Þegar þau vom um þrítugt,
var það oftast hún, sem öfundaði
hann. Hún sat kannski eins og föst í
neti húshalds og barnauppeldis,
hafði á tilflnningunni að hún væri
stöðnuð og föst í sömu sporunum, og
öfundaði hann af spennandi starfi
með ákveðnum markmiðum og
verðlaunum. Hann ,,var eitthvað”,
hann var einstaklingur út af fyrir sig.
Og henni flaug ekki í hug, að á næsta
áratug eða þarnæsta yrði hinn
ferhyrndi öfundsverði starfsheimur