Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 89
ÞETTA ER SKOTLAND YARD
87
klæddu lögreglumanna, sem eru á
virðulegri varðgöngu umhverfis húsið
allan sólarhringinn. ,,Hvaða gluggi
er á skrifstofunni, sem Sherlock
Holmes hafði?” spyrja þeir. Lög-
regluþjónninn er vanur þess háttar
spurningum og verður að gefa það
harðbrjósta svar, að þessi fræga
skáldsögupersóna Arthurs Conan
Doyle hafi aldrei unnið á Scotland
Yard.
Jafn rangur er sá skilningur, að
Scotland Yard séu aðalstöðvar allrar
bresku lögreglunnar. Þar er aðeins
lögreglan í London, alls 26 lögreglu-
lið, skilgreind með bókstöfum, með
allt upp í 190 stöðvar. Og það er ekki
einu sinni öll London, sem heyrir
undir Yardinn, því hið svokallaða
City í miðborginni, 2,5 ferkm. að
flatarmáli hefursína eigin, sjálfstæðu
lögreglu og þar er ekki einn einasti
fangaklefi.
Andrúmsloftið í stórhýsinu er
hvorki hörkulegt né hátíðlegt. f
flestum skrifstofum er unnið fyrir
opnum dyrum, og raunar eru það
harla fáar dyr, sem yfirleitt er læst í
þessu húsi, nokkurn tíma sólar-
hringsins. Furðu fátt fólk sést í
einkennisbúningum, og samkomu-
lagið milli hinna ýmsu stétta er mjög
afslappað. Starfsfólkið þarna talar sín
á milli aldrei um „Yardinn,” eins og
goðsagan gerir þó víðast um heim.
Þess í stað notað það skammstöfun-
ina C.O. — fyrir Commissioner’s
Office (, ,yfirvaldsskrifstofan”).
Flest herbergin í Scotland Yard,
662 talsins, líkjast stjórnskrifstofum
eins og þær gerast og ganga hjá
hverju öðru fyrirtæki. ,,Og það er
einmitt það, sem við erum —
aðalskrifstofa mjög stórs fyrirtækis,”
segir Peter Walton, aðstoðarlög-
reglustjóri. ,,Eins og hvert annað
fyrirtæki þurfum við að stríða við
ýmiss vandamái, svo sem eins og
skort á starfsfólki, sambandið við
önnur fyrirtæki og að nota ráðstöf-
unarféð okkar, 175 milljón sterlings-
pund á ári, eins vel og mögulegt er.
Það sem við framleiðum er öryggi og
friður fyrir löghlýðna borgara í
London, og ti1 þess þurfum við að
gera okkar markaðskannanir, og það
sér rannsóknardeildin okkar um.
Bækur okkar sýna ekki ágóða eða tap
í reiðufé, heldur í trausti eða vah-
trausti „hluthafa” okkar, íbúa
London. Ef við missum tiltrú þeirra,
fömm við á hausinn.”
Kl. 9.00. Hringdyrnar í anddýrinu
eru á stöðugri hreyfingu. Lögreglu-
menn ög skrifstofufólk á dagvakt
kemur, sýnir persónuskilríki sín eða
aðgöngupappíra hjá varðmönnunum
í anddyrinu og stillir sér svo upp við
lyfturnar. Þótt anddyrið sé aðalinn-
gangurinn í bygginguna, er það alltaf
kallað The Back Hall (bakhúsið) —
en það er arfur frá fyrsta aðsetri
Scotland Yard, er það var í herrasetri
rétt við Trafalgar Square.
Jane Wilks, falleg, ljóshærð stúlka,
sem aldrei gleymir nafni eða andliti,
tekur við af lögreglumanninum, sem