Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 114
112
LJRVAL
Opinberir embættismenn vöruðu
Verkamannaflokksstjórnina við mik-
illi eyðslusemi, hvað snerti fjárlögin
fyrir 1974-1975, því að annars yrði
ekki unnt að hafa hemil á
verðbólgunni. Verkamannaflokks-
stjórnin hikaði, á meðan hin ýmsu öfl
og klíkur deildu. Borin voru fram ný
fnrlagafrumvörp í hverjum mánuði,
og voru þau í miklu innbyrðis
ósamræmi. Viðskiptatraustið minnk-
aði enn og atvinnuleysið jókst. Loks
rak Whitlam Frank Crean, fjármála-
ráðherra sinn, og setti í embætti hans
aðstoðarforsætisráðherrann, dr. Jim
Cairns, sem tilheyrði vinstri hluta
flokksins.
Nýi fjármálaráðherrann virtist ails
ekki getað sagt ,,nei”, þegar
uppáhaldsáætlanir hinna sósíölsku
starfsbræðra hans voru annars vegar,
og hlaut hann því viðurnefnið ,,Dr.
Já.” Brátt tóku að þerast út
hrollvekjandi sögur í höfuðborginni
um það, sem dagbiaðið „Bulletin” í
bydney kallaði „styrkjaiðnað stjórn-
arinnar, þann þátt ástralsks efna-
hagslífs, þar sem gróskan er mest.”
Deild borga- og svæðaþróunar hafði
áhyggjur af því, að stjórnvöld hinna
ýmsu borga og svæða eyddu ekki öllu
því fé, sem þeim var veitt, og því gaf
hún út 57 blaðsíðna bók, sem bar
heitið „Fjáruppsprettur og hvernig
sækja skal um fé úr þeim”.
Þingmenn samþykktu 37% launa-
hækkun sér til handa. Cairns var í
forsæti á ríkisstjórnarfundi, þar sem
afnumdar voru hömlur á ráðningu
opinberra starfsmanna, og á þeim
þrem árum sem Verkamannaflokk-
urinn var við stjórn, jókst fjöldi
opinþerra starfsmanna um 12.6%.
STÓRAUKNING STARFS—
MANNAFJÖLDA. Þessi stóraukning
stjórnunarkostnaðar, sem að hluta
má rekja til stóraukins starfsmanna-
fjölda, gerði að engu áhrif margra
þeirra jákvæðu áætlana, sem Verka-
mannaflokkurinn hrinti í framkvmd.
Kannske er átakanlegasta dæmið um
slíkt aðstoð til handa hinum
ömurlega afskiptu leifum frum-
byggja landsins. Ástralíunegranna.
Whitlam var ákveðinn í að draga
eitthvað úr eymd þeirri, sem þeir
þjuggu við, og því hleypti hann af
stokkunum stórauknu átaki í þessu
efni, og skyldu fjárframlög til slíkrar
aðstoðar þrefölduð. Sem svar við því
tvöfaldaði Deild frumbyggjamálefna
starfsmannafjölda sinn og veitti
miklu af hinu aukna fé í 89
rannsóknir, sem voru að miklu leyti
árangurslausar, þar á meðal tilraun til
þess að rækta skjaldbökur og krókó-
díla sem búfé. Deild þessi varð að
skriffinnskubákni, sem hlóð sífellt
utan á sig, og rann mikill hluti
fjárframlaganna til félagsráðgjafa,
stjórnenda, rannsóknarmanna og
ráðgjafa. Stjórnmálafréttaritarinq
Peter Samuel í Canberra hafði þetta
að segja um málið: ,,Ef öllu því fé
sem kostar að reka Deild frum-
byggjamálefna, væri bara skipt á
milli frumbyggjanna sjálfra, fengi