Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 69
FLÖTTINN TIL HONGKONG
Við fengum tvær máltíðir á dag,
hálfa skál af grófum grjónum með
illa þefjandi söltuðum grænmetis-
flyksum eða skeið af útþynntri
sojasósu. Við gátum hvergi þvegið
okkur. Við vorum vakin með flautu
klukkan sex á hverjum morgni og
áttum svo að hlaupa berfætt i
mölinni á æfingasvæði hersins. Á
hverjum degi gafst einhver upp. En
þótt fæturnir væru sundurskornir
eftir grjótið, var maður neyddur til
hlaupanna strax daginn eftir. Mölin
var öll blettótt af blóði.
Oft vorum við handjárnuð og
yfirheyrð svo klukkutímum skipti.
Ýmist einn í einu eða margir í hóp.
Þar sem við vissum, að tilgangur
yfírheyrslanna var að bæta landa-
mæravörsluna voru það margir, sem
bjuggu til sögur um flótta sinn. En
það var ekki hættulaust. Drengur frá
Chung Shan, sem lenti í mótsögn við
sjálfan sig, var barinn til óbóta og
síðan látinn liggja á hnjánum á
mölinni í hásumarssólinni, þar til
leið yfír hann. Hann fékk ekkert að
borða í tvo daga.
Tíu dögum eftir að við vorum
gripnir vorum við fluttir til Chang
Mu Tou, í aðrar rammgerðar
fangabúðir hersins. Þar vorum við
látnir sitja þétt saman á hækjum
okkar í fangelsisgarðinum á hverjum
morgni, meðan liðsforingi prédikaði
yfir okkur. Síðan vorum við 120
talsins, rekin inn í fimmtán metra
langan gang, óþvegin og svöng, þar
sem við áttum að dúsa það sem eftir
67
var dags og skrifa „játningar” okkar.
Þegar ég litaðist um í hópnum og sá
öll þessi andlit með gljáalaus, sokkin
augu og sogna kinnfiska, rann það
upp fyrir mér, hve mjög við höfðum
breyst. Þegar við þremenningarnir
vorum svo sendir aftur til Chen
Chiang eliefu dögum seinna, þekktu
ekki nærri allir þorpsbúarnir okkur,
þótt ekki væri mánuður liðinn síðan
við fórum.
Við Lilli höfðum misst móðinn, en
Meng-fei var óbugaður. ,,Við getum
ekki sóað ævinni hér. Við verðum að
reyna aftur,” sagði hann. Önnur
flóttatilraun yrði ennþá hættulegri en
sú fyrsta. Það var sívaxandi fjöldi
ungs fólks, sem reyndi að flýja, en
yfirvöldin höfðu stöðugt öflugri
vörslu. En Meng-fei stappaði í okkur
stálinu, og smám saman lánaðist
honum að sannfæra okkur. Við
fórum að búa okkur undir.
Við ákváðum að fara í aðalatriðum
að eins og í fyrra sinnið, og okkur
tókst vel fyrsta sprettinn. Á þriðja
degi fundumst við af flokki landa-
mæravarða, rétt sem við vorum á leið
ofan í dal. Meng-fei stýrði för okkar í
flýti yflr mýrardrag og upp yfir
hæðarkoll, en verðirnir hrópuðu úr
fjarska og tóku upp eftirför. Við
ultum ofan í gljúfur og lentum á
trjátoppum eftir sex metra fall. Það
var farið að dimma, og við heyrðum í
ofsækjendum okkar hátt uppi yfir
okkur og sáum ljósin þeirra, en þeir
komust að þeirri niðurstöðu að við
hefðum ekki komist yfír gljúfrið og