Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 101
ÞETTA ER SKOTLAND YARD
99
Það sama gerðu sex menn vopnaðir
með skammbyssum.
Neesham leit á úrið sitt. 14.45.
„Nú kemur bíllinn með pening-
ana,” heyrist lágt og hógværlega í
talstöðinni. Það er varðmaður uppi á
byggingu gegnt verksmiðjunni, sem
talar. Síðan þögn. Neesham veit, að
sá sem stjórnar aðgerðunum, bíður
þar til rétta stundin er runnin upp til
þess að láta skríða til skarar. Sé
þess nokkur kostur, verður að standa
ræningjana að verki, en samtímis
verður fyrir alla muni að hindra að úr
árás þeirra verði. Það má ekki stofna
lífum saklausra í hættu.
50 sekúndum seinna: ,,Nú!”
Neesham heyrir hróp og hark.
Fjórir „flugmenn” kasta sér á
jafnmarga vopnaða glæpamenn og
kasta þeim í götuna. Tveir í viðbót
stökkva upp í bíl og þeysa burt með
æsihraða, en þrír bílar undir stjórn
reyndustu ökumanna Scotland Yard
veita þeim eftirför. Neesham fylgist
með eftirförinni í talstöðinni og fær
skömmu síðar gagnorða tilkynningu:
„Bíllinri stöðvaður, tveir menn
afvopnaðir og handteknir.” Hann
teygir úr sér of snýr sér aftur að
skrifborðsvinnunni. Enn einn sigur
O-.ir „flugmennina”, sem á síðasta
ári handtóku 1212 menn og
björguðu verðmætum fyrir tvær
milljónir punda.
Kl. 15.00. I stórhýsinu vinna karlar
og konur af mikilli iðni við allt
stjórnunar- og rannsóknarstarfið, sem
Scotland Yard gengur fyrir.
Yfirlögregluþjónn í öryggislög-
reglunni plægir sig í gegnum stafla af
„neðanjarðarbiöðum” til þess að
vera kunnugur hinum ýmsu mót-
mælahópum. Með því að taka mið af
stemningunni í þeim og gera sér
grein fyrir viðbrögðum þeirra er hægt
að ákvarða hve mikið öryggislið þurfi
að vera tiltækt, þegar erlendur
stjórnmálamaður kemur í heimsókn
til London pftir fáeina daga.
Öryggislögreglan var stofnuð 1884 til
þess að vera á varðbergi gegn
hryðjuverkum írskra þjóðernissinna,
og þetta leynilega lögreglulið hefur
nú til dags í þjónustu sinni um 300
manns, sem þjónar sem lífverðir
háttsettra manna, innlendra og
erlendra, fylgist með fólki, sem sækir
um breskan ríkisborgararétt, sann-
prófar upplýsingar um róttækar
stjórnmálahreyfingar, stundum með
því að senda út fólk til að ganga 1
þær.
Starfsmenn í upplýsingadeildinni
eru að undirbúa skólasamkeppni
næsta árs, en það á að heita
„Hjálpum lögreglunni, ’ ’ og hefur að
markmiði að gera börn óhrædd við
lögregluna. Sigurvegararnir fá í
verðlaun flugferð til Kanada, þar sem
þeir verða sérstakir gestir kanadísku
riddaralögreglunnar.
Eitt af föstum verkefnum John
Cracknells, lögregluforingja, er að
skipuleggja lögreglueftirlitið við allar
opinberar sýningar og athafnir.
Reglubók iögreglunnar fyrir opnun
þingsins er upp á þrjátíu síður. En