Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 12
10
URVAL
legum tignarsvip. Ég stend á öndinni
vegna áhrifanna af þessari yfirþyrm-
andi sýn. Síðan hverfur Agung að
nýju í skýjahjúp.
Þegar ég er staddur á flugvellinum
24 tímum síðar, heyri ég skyndilega
djúpar og dimmar drunur, sem
líkjast öskri. Það er sem flugstöðvar-
byggirtgin engist sundur og saman,
og það má heyra ískrandi brakhljóð.
Spegill springur og steinsteypuveggir
riða til. Ég þýt út undir bert loft og
jörðin undir fótum mínum skelfur og
tekur dýfur í sífellu. Þetta er jarð-
skjálfti. Síðan fer allt á hreyfingu,
tekur að lyftast og kastast fram og
aftur með ofsalegum krafti. Skyndi-
lega lýstur þessari hugsun niður í hug
mér: Hvað hefég gert afmér? Agung
er reiður. Kannske er þetta heimsku-
leg hugsun, en mér hefur aldrei
fundist ég vera eins hjálparvana og ég
er núna né svo hræddur.
Yfír 500 Balibúar dóu þennan dag
og um 3400 særðust. Tveir bæir og
sex þorp eyddust algerlega, brýr
hmndu og musteri urðu að rústum
einum. Þeir, sem komust lxfs af, þutu
dasaðir út á göturnar, féllu þar á kné
og báðu til Agungs. Og mér er sagt,
að þetta kvöld hafí hundmð þúsund
helgifórna verið færðar í mustemm
um alla eyjuna.
Já, það getur verið óróavekjandi og
jafnvel hættulegt að búa í paradís.
Baiieyja getur verið hættulega duttl-
ungafull, en samt er hinn tælandi
söngvaseiður hennar ómótstæðilegur,
svo að líkja má við álagaham einna
helst. Og ég er reiðubúinn til að taka
áhættuna.......hvenær sem er.
★
SOVÉSK RANNSÓKNARSKIP AÐ STÖRFUM
Sovéska rannsóknarskipið ,,Ernst Krenkel” er farið til rannsókna á
Atlantshafi. Sérfræðingar munu vinna þar að rannsóknum í samræmi
við alþjóðlega áætlun um rannsóknir á höfunum og nýtingu auðlinda
þeirra í þágu mannkynsins. Skipið mun koma við í höfnum nokkurra
landa í Afríku og Suður-Ameríku, þar sem sovéskir vísindamenn
munu ræða við starfsbræður sína vandamál 1 sambandi við rannsóknir á
Atlantshafí. Niðurstöður rannsóknanna verða afhentar öllum ríkjum
sem áhuga hafa á málinu.
Rannsóknir á líffræðiþróuninni í miðhiuta Atlantshafs eru hafnar
um borð í sovéska rannsóknarskipinu Prófessor Vodianitskí.
Rannsóknaráætlunin gerir ráð fyrir könnunum á lóðréttri og láréttri
uppbyggingu seltu sjávarins, samsöfnun geislavirkra efna íörvemm og
á líffræðilegum einkennum þessa svæðis. Vxsindamennirnir vonast
einnig til að geta ljósmyndað sjávarbotninn á meira en sjö kílómetra
dýpi og tekið þar jarðvegssýni.