Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 55
VANDAMÁL MIÐALDRA HJÖNA
krepputímar, eins og sumir kalla þau
— gera okkur kleift að komast áfram
upp á næsta þroskaþrep — eða við
eigum það á hættu að falla til baka.
Þegar við erum á miðjum aldri,
flyst það sem gerir okkur að
sérstökum einstaklingum frá ein-
hverju utanaðkomandi til einhvers
sem kemur innan frá. Þessi umbreyt-
ing kom greinilega í ljós, þegar ég
ræddi við 115 karla og konur um
lífsskeið þeirra. Fyrri hluta ævinnar
dæmdu karlar líf sitt út frá þeim
markmiðum sem þeir höfðu sett sér
og þeim árangri, sem þeir höfðu náð
í starfí sínu og framaferli. Hvað
konurnar snerti var þessi hluti
ævinnar aftur á móti fasttengdur því
ýmist að byggja allt á eða losa sig
undan áhrifavaldi foreldra, kærasta,
eiginmanna og barna.
En þegar einstaklingar beggja
kynja hafa náð miðjum aldri, fer
myndin að breytast. Margir þeirra
karla, sem ég ræddi við, voru á því
skeiði rótlausir og eirðarlausir og í
vandræðum með sjálfa sig og óskuðu
raunverulega eftir því að tengjast
öðrum nánum böndum. Hjá konun-
um var hins vegar áberandi þörf á að
beina orku sinni út á við og fá
einhverju áorkað.
Ef þetta tvennt er lagt saman:
Vaxandi styrkur konunnar, 35-40
ára, og sérkennileg, nagandi og
nístandi viðkvæmni karlkyns jafn-
aldra þeirra — hvað hefur maður þá?
Hrollvekju, þar sem spenningurinn
er eins og hann getur mestur orðið.
53
Og eftir öllum sólarmerkjum að
dæma vandkvæði í hjónabandinu.
Ef við eigum að sleppa ósködduð
úr þessum miðaldursvanda, verðum
við að láta okkur lynda og horfast í
augu við þær hliðar skapgerðar
okkar, sem ekki snerta kynferðishlut-
verkið sem slíkt — og ganga þvert á
móti því. Við verðum að þurrka út
allar hugmyndir um ofurmannlega
eiginleika, sem við höfum dleinkað
hvort öðru. (,,Ég varð ástfangin af
karlmannlegu þreki og viljastyrk
hans,” segir hún. ,,Það var konan
mín, sem stóð á bak við allt, sem ég
hef áorkað,” segir hann).
Ef við getum breytt okkur að þessu
marki, þegar hér er komið sögu, hvað
vinnum við þá við það? , ,Framar öllu
öðru mannlegt sjálfstæði,” skrifaði
svissneski sálfræðingurinn Carl Jung
— og þar með líka vissa einangrun.
Ef við viðurkennum þær hvatir
okkar, sem ekki markast af kynhvöt-
inni, getum við ekki lengur tapað
okkur glórulaust í annarri mann-
eskju. En þess í stað getum við
fundið til miklu dýpri ástar.
Hvers vegna er það þannig að það
er ekki fyrr en við gerum okkur ljósan
einmanaleik okkar, að við öðlumst
hæfíleikann til þess að elska til fulls?
Það er vegna þess, að skilningurinn á
því að við getum ekki sótt traust
okkar til annarrar mannveru veitir
okkur styrk til að leita trausts hjá
okkur sjálfum. Og þegar ekki er
lengur hægt að blása okkar eigin
persónuleika um koll með einum