Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 95

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 95
ÞETTA ER SKOTLAND YARD 93 í botni töskunnar er blár svampur með hólfum, sem í eru þau áhöld, sem hann þarf á að halda í starfi sínu — frá flísatöngum og tannlækna- töngum upp í handjárn. Þau virðast kannski lýsa dálítilli bjartsýni, en það er vel við hæfi, því farandliðið hefur hingað til upplýst 19 morð af hverjum 20, sem það hefur fengið til með/etðar — og fær þó venjulega aðeins erfiðustu málin. Hann lítur líka eftir innihaldinu í stærri tösku: Gúmmíhanskar og grisjugrímur, plastpokar til að varð- veita sönnunargögn, gúmmírúllu, plötu og svertu til þess að taka fíngraför, gúmmílök til að leggja yfir líkið, vasaljós, vasabækur. Við þessar tvær töskur bætist svo hin þriðja, með fötum til skiptanna og þess háttar, sem farandliðið á alltaf til taks. Síðan bíður hann bara eftir þeim fulltrúa, sem á að stjórna rannsókninni. Fáum mínútum seinna eru þeir á leið til flugvallarins með nauðsynlegar ferðaávísanir. Þegar þeir lenda í Vestur-Indíum, hefur þeim verið opnaður reikningur í banka þar á staðnum. Yfirmaður farandliðsins, Roy Habershon, hefur stöðugt tíu úrvals- menn til þess að rannsaka morð og dularfull dauðsföll hvar sem er í heiminum. Beiðnir um hjálp koma aðallega frá sambandsríkjum Bret- lands, en iðulega biðja fleiri þjóðir Scotland Yard ásjár og borga fúslega fyrir. Þegar þetta er skrifað eru tveir menn úr farandliðinu á ákveðnum stað á Kyrrahafi, þar sem þeir rannsaka kringumstæður í sambandi við víg, sem unnið var um borð í bresku skipi. John Cass, lögreglu- fulltrúi, sem stjórnar varðstofu rann- sóknarlögreglunnar, skipulagði ferð þeirra þangað og verður nú að sjá til þess, að þeir komi með fanga sinn þar að landi, sem lögreglan hindrar þá ekki í að flytja manninn til yfirheyrslu í Englandi. Kl. 10.48. Nú kemur skeyti á blöndu af frönsku og ensku frá Interpol (alþjóðalögreglunni) í Wiesbaden. Það fjallar um ungt, þýskt par, nánar til tekið sautján ára unglinga, sem hafa stungið af að heiman til að láta gefa sig saman hjá smiðnum í Gretna Green í Skotlandi. Lögregluþjónn í loftskeytaklefa Int- erpol skrifar skeytið, sem sent var með morsi, beint upp á ritvél, og fáum mínútum síðar hringir hjálpar- kona í unglingadeildinni til lög- reglustöðvarinnar í Gretna Green. Hún og varðstjórinn þar eru gamlir kunningjar, því það er enn til mikið af rómantísku, ungu fólki, sem heldur að það geti látið vígja sig saman formálalaust í gömlu smiðj- unni við landamæri Englands og Skotlands. En þessi siður, sem hófst 1754, var af lagður árið 1940. Nú fer lögregluþjónn á helstu dvalarstaði ungra strokupara og áður en langt um líður fær Interpol í Wiesbaden tilkynningu um að parið sé á leið heim til Þýskalands aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.