Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 119
117
★ bólusetning til að koma í veg
fyrir sykursýki
★ útrýming smitnæmra sjúkdóma
svo sem lungnabólgu og heila-
himnubólgu.
Dr. Emil J. Freireich, krabba-
meinssérfræðingur við The University
of Texas’ M.D. Anderson Hospital
and Tumor Institute í Houston í
Texas heldur því fram, að um
aldamótin næstu ,,verði krabbamein
ekki miklu alvarlegra vandamál
heldur en hálsbólga. ,,Ég tel, að af
einu blóðsýni munum við geta gert
margháttaðar rannsóknir, sem geri
okkur kleift að finna krabbamein í
frumbyrjun. Það, ásamt framförum í
lækningatækni getur um síðir leitt til
þess, að þessi þanvænasti sjúkdómur
okkar tíma verði að láta undan síga.
Ég sé einnig fram á stórstígar
framfarir í líffæraflutningum, sem
leiða til þess að unnt verður að lækna
krabbamein,” heldur Dr. Freireich
áfram. ,,Ef við getum fjarlægt
sjúkdóminn með því að taka alveg
burtu líffæri, sem er að byrja að
sýkjast, og látið annað heilbrigð í
staðinn, er krabbamein þess sjúklings
úr sögunni.
Um líffæraflutninga segir Dr. John
S. Najarian, deildarstjóri skurð-
lækningadeildar heilsugæslustöðvar
Minnesotaháskóla í Minneapolis:
,,Ég sé ekkert mæla á móti þvt, að við
getum ekki flutt hvaða líffæri sem er,
að undanskildum heila og augunt —
það er að segja sjónkerfinu öllu —
innan næstu tuttugu og fimm ára.
Flutningur á magakirtlum, til dæm-
is, myndi þýða lækningu á sykursýki,
sem er að verða ógnvænlega út-
breidd.
Hvað hjartasjúkdóma snertir verða
stórstígar framfarir á næstunni, segir
Dr. Norman Kaplan, læknir við
Heilsuvísindastöð Texasháskóla í
Dallas. ,,Ég hef hka fulla trú á, að við
finnum nýtt lyf sem geti komið í veg
fyrir hjartaáföll, og okkur dreymir
um að fullkomna lyf, sem ekki þyrfti
að taka nema einu sinni í viku til þess
að koma í ieg fyrir hjartasjúkdóma.
Um nýrnasjúkdóma segir Dr.
Norman Zinner, prófessor við Charl-
es E. Drew læknaskólann í Los
Angeles, að fyrir aldamót muni
maðurinn ráða yfir tækni til þess að
,,fiarlægja sjúkt nýra án þess að skera
fyrir því.”
Aðferðin er í því fólgin að þræða
sérstakt áhald eftir blóðæð sjúklings-
ins og stöðva blóðrennsli til sjúka
nýrans, sem þá rýrnar og eyðist af
sjálfu sér,” segir Dr. 'Zinner. Og
hann bætir því við, að ef þannig fari
fyrir báðum nýrum, geti sjúklingur-
inn lifað ágætu lífi á gerfinýra, sem
spennt verði um mitti hans.
Robert Williams, framkvæmda-
stjóri sykursýkideildar Washington
læknaháskóla í Seattle segir um
sykursýkina: Uppgötvun bóluefnis
við sykursýki, lyfi, sem kemur í veg
fyrir að sykursýki myndist, er ofarlega
á óskalistanum mínum. Ég tel þann
draum ekki fiarstæðan og það er
einnig vel líklegt, að við finnum ný