Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 11
EYJA GUÐANNA
9
langi til þess að verða dansari, eru
aðeins nokkur þeirra valin til slíks
trúnaðarstarfs. En samt hjálpast þau
öll að. því að þúa til hinar glitrandi
sarongskikkjur og hinn dýrlega
höfuðbúnað, sem er gerður úr
hömruðu gullu. Því er eins farið með
dansarana og myndskerana og
málarana. Þeir eru bara snjallir
áhugamenn, sem eru gæddir snilli og
kunnáttu atvinnumannsins. Fáir
þessara listamanna, sem eru jafn-
framt bændur, eru reiðubúnir til þess
að breyta lífsháttum þeim, sem eru
þeim svo kærir, fyrir aukið fé í aðra
hönd. Dag einn bað ég bónda
nokkurn um að selja mér tréklukk-
una, sem hékk um hálsinn á kúnni
hans. ,,Því miður”, svaraði hann og
hristi höfuðið, „henni myndi ekki
falla það.
Hið áhyggjulausa andlit Bali er
hrífandi. En brátt kynntist ég einnig'
hinni dekkri hlið, þegar ég tók þátt í
bálfararveislu. Veislu? Já, því að
fólkið áfttur, að það sé ein af
helgustu skyldum þess að sjá svo um,
að bálför verði glæsilegur og stór-
skemmtilegur atburður.
Bálför sú, sem er nú haldin rett
fyrir utan Bedulu, er alveg sérstak-
lega glæsileg. Yfir 8000 syrgjendur
troðast og masa, meðan smurt líkið,
sem sveipað er í gulan líkhjúp, er
bundið á íburðarmiklar líkbörur, sem
eru um 9 metrar á hæð. Fjörutíu
karlmenn lyfta síðan hinum himin-
háu líkbörum á axlir sér glaðlegir í
fasi og snúa þeim síðan snöggt í þrjá
hringi, svo að andi hins látna rati
örugglega ekki heim.
í drungalegum grafreitnum, sem
er undir helgu banyantré, er líkinu
glaðlega rennt inn í ginið á
risavöxnu, svörtu nauti, sem gert er
úr pappa. Prestur lætur síðan logandi
kyndil síga niður að hrúgu af
kókoshnetuskrælingi, og syrgjend-
urnir taka að skellihlæja þegar
kviknar í. Þeir hlæja stöðugt allt í
kringum mig. Ef þeir færu að gráta,
kynni dapur andi að verða þarna
eftir. En ekkja hins látna stendur
þarna við hlið mér og starir tómlega á
logandi nautið. Hún er samt föl og
tekin. Á meðan logarnir snarka, má
sjá einmanalegt tár renna niður kinn
henni.
„AGUNG ER REIÐUR”. Næsta
dag ek ég upp í sveit. Vegurinn er í
sífelldum bugðum og allur upp í
móti og verður sífellt brattari,
þangað til ég kem loks auga á
helgasta fjall Bali, Gunung Agung,
úti við sjóndeildarhring, þungbúið
og tignarlegt í senn. Efsti hluti þess
er hulinn gufuskýjum. Það eru ekki
liðin nema 13 ár síðan tindur þess
sprakk í loft upp og það varð 1500
manns að bana, gerði 87000
heimilislausa og dreifði ösku yfir
gervalla eyjuna. Nú er þessi ósýnilega
nálægð þess fremur ógnvekjandi.
Skyndilega rofna hin svörtu þrumu-
ský, sem hvíla yfir tindi þess, og
hátindurinn kemur skyndilega í ljós,
þar sem hann gnæfir 3145 metra upp
í gullinn himininn með valdsmann-