Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 11

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 11
EYJA GUÐANNA 9 langi til þess að verða dansari, eru aðeins nokkur þeirra valin til slíks trúnaðarstarfs. En samt hjálpast þau öll að. því að þúa til hinar glitrandi sarongskikkjur og hinn dýrlega höfuðbúnað, sem er gerður úr hömruðu gullu. Því er eins farið með dansarana og myndskerana og málarana. Þeir eru bara snjallir áhugamenn, sem eru gæddir snilli og kunnáttu atvinnumannsins. Fáir þessara listamanna, sem eru jafn- framt bændur, eru reiðubúnir til þess að breyta lífsháttum þeim, sem eru þeim svo kærir, fyrir aukið fé í aðra hönd. Dag einn bað ég bónda nokkurn um að selja mér tréklukk- una, sem hékk um hálsinn á kúnni hans. ,,Því miður”, svaraði hann og hristi höfuðið, „henni myndi ekki falla það. Hið áhyggjulausa andlit Bali er hrífandi. En brátt kynntist ég einnig' hinni dekkri hlið, þegar ég tók þátt í bálfararveislu. Veislu? Já, því að fólkið áfttur, að það sé ein af helgustu skyldum þess að sjá svo um, að bálför verði glæsilegur og stór- skemmtilegur atburður. Bálför sú, sem er nú haldin rett fyrir utan Bedulu, er alveg sérstak- lega glæsileg. Yfir 8000 syrgjendur troðast og masa, meðan smurt líkið, sem sveipað er í gulan líkhjúp, er bundið á íburðarmiklar líkbörur, sem eru um 9 metrar á hæð. Fjörutíu karlmenn lyfta síðan hinum himin- háu líkbörum á axlir sér glaðlegir í fasi og snúa þeim síðan snöggt í þrjá hringi, svo að andi hins látna rati örugglega ekki heim. í drungalegum grafreitnum, sem er undir helgu banyantré, er líkinu glaðlega rennt inn í ginið á risavöxnu, svörtu nauti, sem gert er úr pappa. Prestur lætur síðan logandi kyndil síga niður að hrúgu af kókoshnetuskrælingi, og syrgjend- urnir taka að skellihlæja þegar kviknar í. Þeir hlæja stöðugt allt í kringum mig. Ef þeir færu að gráta, kynni dapur andi að verða þarna eftir. En ekkja hins látna stendur þarna við hlið mér og starir tómlega á logandi nautið. Hún er samt föl og tekin. Á meðan logarnir snarka, má sjá einmanalegt tár renna niður kinn henni. „AGUNG ER REIÐUR”. Næsta dag ek ég upp í sveit. Vegurinn er í sífelldum bugðum og allur upp í móti og verður sífellt brattari, þangað til ég kem loks auga á helgasta fjall Bali, Gunung Agung, úti við sjóndeildarhring, þungbúið og tignarlegt í senn. Efsti hluti þess er hulinn gufuskýjum. Það eru ekki liðin nema 13 ár síðan tindur þess sprakk í loft upp og það varð 1500 manns að bana, gerði 87000 heimilislausa og dreifði ösku yfir gervalla eyjuna. Nú er þessi ósýnilega nálægð þess fremur ógnvekjandi. Skyndilega rofna hin svörtu þrumu- ský, sem hvíla yfir tindi þess, og hátindurinn kemur skyndilega í ljós, þar sem hann gnæfir 3145 metra upp í gullinn himininn með valdsmann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.