Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 96
94
LJRVAL
Unglingadeildin — sú sem sér um
afbrotamál unglinga — starfar allan
sólarhringinn, því alltaf eiga börn og
unglingar í vandræðum einhvers
staðar — hafa hlaupist að heiman,
hefur verið rænt eða misþyrmt, eru
gripin við skemmdarverk eða búða-
þjófnað, verða fyrir áreitni kynferðis-
lega brenglaðs fólks, á leið út í
eiturlyfjanotkun eða vændi. Á hverju
laugardagskvöldi og fram á sunnu-
dagsnótt þræðir lögreglan upp hina
ýmsu staði í Soho hverfinu og
fjarlægir þá, sem eru of ungir, af
vafasömum börum og næturklúbb-
um, og unglingadeildin vinnur svo
langt fram eftir sunnudeginum við
að afla sér sem mestra upplýsinga um
hvern einstakan þeirra, sem gripinn
var.
,,Sumir þeirra unglinga, sem við
komumst í kynni við, eiga smám
saman orðið svo langar skýrslur, að
þær eru á stærð við glæpareifara og
eru engu síður æsilegar,” segir
Marion Havard, fyrrum ritari fyrr-
verandi lögreglustjóra, nú deildar-
stjóri unglingadeildarinnar.
Frá einni lögreglustöðinni er
tilkynnt, að Charlie Brown, átta ára,
sé kominn þangað á stöðina og segist
ekki rata heim. Unglingadeild
Scotland Yard upplýsir, að hann sé
gamall kunningi, og Charlie, sem
hafði ætlast til að fá enn einu sinni te
og rúsínubollur og vera síðan ekið
heim í lögreglubíl, fær þess í stað
stranga áminningu um að sóa ekki
dýrmætum tíma lögreglunnar.
Á fjarrita birtist Iisti yfir þá, sem
saknað er: Drengur 15 ára, gráar
buxur, peysa með rennilás, brúnn
leðurjakki. Sást síðast í West End
kvöldið áður. Hefur þegar hann