Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 38
36
URVAL
skortir hæfileika til að aðlagast því
hættulega umhverfi sem hann sjálfur
hefur skapað.
Sú kennsla sem nú fer fram á sviði
slysavarna er öll veitt í töluðu máli og
höfðar til skynseminnar. Umferðar-
reglur, eldvarnarreglur, reglur um
notkun raftækja, reglur um öryggis-
útbúnað. Reglur, reglur, reglur. Orð,
orð, orð. Er nokkuð undarlegt þótt
maður sem lært hefur allar þessar
reglur utanað, en ekki fengið æfingu
í að beita þeim, lendi í slysi og þrjóti
reglurnar, sjálfum sér til böls?
Stærsta vandamálið er að finna
réttu aðferðina til að kenna fólki að
forðast slys. Hvað getur komið í
staðinn fyrir þá lífshættulegu en
hollu lexíu sem menn fá þegar þeir
verða „næstum því” fyrir bíl? í
Sovétríkjunum hafa sálfræðingar nú
hafíð könnun á aðferðum til að veita
fólki ,,eðlilega” þekkingu, sem
byggist á reynslu. Leitað er aðferða til
að hafa áhrif á tilfinningalífið, en
tilfinningarnar eru einmitt aðalþráð-
urinn í myndun líkindaspádóma.
Sovéskir rafeindafræðingar hafa
einnig tekið til við athuganir á
aðlögunarvandanum. Fyrsta tilraunin
af þessu tagi fer nú fram í Tallin.
Reynslan sem þar fæst verður notuð
til þess að fullkomna varnarkerfi
mannsins gagnvart slysum.
★
Ég var á skemmtiferð á nýja tíu gíra hjólinu mínu þegar himinninn
myrkvaðist allt í einu og það fór að rigna. Ég sá í hendi mér að ég
myndi ekki ná heim áður en hvessti svo ég ákvað að taka vagninn.
,,Hvað kostar farið?” spurði ég bílstjórann.
„Tuttugu og fimm krónur,” svaraði hann.
Ég var svo heppinn að finna smámynt sem dugði fyrir því í vasa
mínum. ,,Get ég tekið hjólið með?” spurði ég svo.
,,Það er allt í lagi ef þú borgar undir það.”
Ég varð að játa að allt sem ég hafði voru þessar tuttugu og fimm
krónur. Bílstjórinn yggldi sig. Þrumugnýr heyrðist í fjarska og ég bjóst
til að hjóla heim í rigningunni.
Þetta hjól lítur út fyrir að vera splunkunýtt, ’ ’ sagði hann um leið og
ég snéri við til að fara.
,,Það er það,” svaraði ég.
„Orþví þannig er,” sagði hann kumpánlega ,,komdu með það inn.
Þeir sem eru undir sex ára fá frítt.”
S.D.