Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 49

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 49
LASER—GEISLAR TIL A UGNLÆKNINGA 47 Ég spyr Krasnof hvað skurðlæknir þurfi að hafa til að bera til að finna upp nýja tegund af sjóngleri eða nýja skurðaðgerð. Hann svarar: ,,í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hafa t höndum erfitt og óvenjulegt sjúkdómstilfelli og bera í brjósti sterka innri löngun til að lækna einmitt þetta tilfelli. Maður upp- götvar ekkert með afstæðum hugs- unum. Það eru aðeins örlög sjúkl- ingsins, ákveðins sjúklings, og ákveð- in hindrun í veginum sem leiða til svefnleysis og hvetja mann áfram.” ,,Og þér bjugguð til eitt sjáandi auga úr tveimur blindum, var það vegna þess að þér vilduð hjálpa manninum, eða vegna þess að þarna var möguleiki á að fara algjörlega nýja leið?” „Þetta var eina leiðin til að veita honum sjónina aftur. Þetta var eina lausnin sem mér datt í hug þá. Hann var með gláku á öðru auganu, en hitt var algjörlega óstarfhæft, nema hvað hægt var að nota augnhvítuna. Hún var tekin og sett yfir hitt augað, ofan á glákuna. Þetta var nauðsynlegt til þess að gróðursetja gegnsæja gerfi- hornhimnu á auganu, sem annars hefði ekki tekið á móti svo fjarskyldum hlut. Eftir af gróður- setningin hafði borið árangur gátum við skorið op í varnarlag hvítunnar andspænis augasteininum. Og þá streymdi Ijósið inn í augað um gerfihornhimnuna’ ’. Nú hefur þessi aðferð verið fullkomnuð á Rannsóknarstofnun- inni. Öðru hverju sér maður sjúklinga þar sem eru með umbúðir á eyrunum. Brjóskbitar hafa verið teknir og gróðursettir í blindum augum þeirra. Þegar Krasnof hefur fundið upp nýja aðferð er hann fljótur að veita öðrum hlutdeild í henni. Hann gerir hana ekki að sinni einkaeign. Fyrst gerir hann nemendur sína og nánustu samstarfsmenn að þátttak- endum, síðan lækna frá öðrum sjúkrahúsum og stofnunum. Krasnof hafði engan áhuga á uppgötvunum í læknavísindum þegar hann var ungur. Hann ætlaði ekki einu sinni að verða læknir. í bernsku hafði hann mestan áhuga á rafeindafræði. Hann teiknaði og smíðaði útvarpstæki af eigin ramm- leik. Þetta kom honum að góðum notum síðar, því að skurðlæknir þarf ekki síður á handlagni og nákvæmum vinnubrögðum að halda en útvarps- virki. Rafeindafræðin er enn ríkur þáttur í lífi Krasnofs, enda er hann gæddur mjög fjölbreyttum hæfileik- um. Hann tekur þátt í hönnun nýtískulegra tækja sem notuð eru til augnlækninga. Notkun lasergeisla í augnlækning- um hefur vakið mikla athygli í sovéskum fjölmiðlum. Tæki sem byggð eru á þessari notkun eru notuð við Rannsóknarstofnun Krasnofs. Fyrir sjö árum gekk Krasnof á fund V.A. Kirkillins, yfirmanns ríkis- nefndar þeirrar er sér um vísindi og tækni. Hann bað um aðstoð til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.