Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 103
ÞETTA ER SKOTLAND YARD
101
sér beint í umferðaóhöpp. Sá, sem
skráir hringingarnar, lítur á klukkuna
og hefur nýjan sólarhring með því að
skrifa nr. 1 á blokkina sína.
Síðastliðinn sólarhring var 4233
hringingum svarað — einni tuttug-
ustu hverja sekúndu að meðaltali.
Kl. 2.12. Horaður ungur maður,
með sítt, ógreitt hár, klæddur í
skítugar gallabuxur og drulluga
strigaskó skokkar inn um hringdyrn-
ar, otar krumpnu persónukorti að
varðmanninum og flýtir sér að lyftu-
dyrunum. ,,Andartak! Má ég sjá
þetta kort aftur,” segir lögreglu-
þjónninn hvasst. Hann skoðar það
vandlega og ungi maðurinn brosir
út að eyrum. „Eiturlyfjaeftirlitið,”
segir hann, og varðmaðurinn kinkar
kolli og réttir honum kortið aftur.
Maðurinn frá eiturlyfjaeftirlitinu
hefur síðustu 20 tímana verið að
rangla um Chelsea, þar sem hann
hefur frétt hjá eiturlyfjasjúklingum,
sem telja hann einn af hópnum, að
stórri sendingu af hassi, sem smyglað
hefur verið til landsins, verði dreift til
smásalanna daginn eftir. Þá verða
menn eiturlyfjaeftirlitsins til staðar
með labradorhund, sem getur meira
að segja þefað uppi hass í plastpoka
ofan í klósettkassa.
Kl. 3.U. Fréttamaður á fréttastofu
í Fleet Street hringir í 999 og flytur
skilaboð, sem hann fékk í síma. Það
var karlmannsrödd með írskum
hreim: Sprengja, sem komið hefur
verið fyrir í kyrrstæðum bíl í West
End á að springa kl. 3.50.
Eftir fáeinar sekúndur hefur
sprengjufræðingurinn, sem er á
bakvakt í West End, fengið skila-
boðin, sömuleiðis sprengjuvarnar-
liðið, eftirlitsbílar í West End,
slökkviliðið og sjúkrabílarnir, örygg-
islögreglan og upplýsingadeildin. í
þremur svefnherbergjum úti í út-
hverfunum hringir síminn á nátt-
borðinu.Tveir aðstoðarlögreglustjór-
ar John Morrisson og Wilford Gibson
aka allt hvað af tekur inn til Scotland
Yard, og Jim Nevill, fulltrúi,
yfirmaður sprengjuvarnarliðsins, fer
beinri staðinn. sem eefinn var upp.
írska röddin í símanum gaf í skyn,
að fleiri sprengjur kynnu að vera í
grenndinni, svo Morrison og Gibson
safna mönnum sínum saman í
vistarverunni, sem búin er sérstökum
tæknibúnaði, er gripið er til þegar
mikið liggur við. Mennirnir setjast
við sérstök púlt sem standa í
hálfhring framan við vegg, þar sem
kort af svæðinu í kringum sprengju-
staðinn er sýnt í yfirstærð sem
ljósmynd. Það vill svo heppilega til,
að á háhúsi skammt frá er ein af þeim
fjarstýrðu sjónvarpsmyndavélum,
sem hafa auga með umferðahnútum
og mótmælaaðgerðum. Fólkið í
salnum fylgist grannt með því á
einum af sjónvarpsskermunum níu,
sem hanga niður úr loftinu, þegar
myndavélin sveiflast til, grípur bíla
og dregur þá nær með aðdráttarlinsu.
Hundur, þjálfaður til að nasa uppi
sprengjur, gengur í kringum þá og
þefar. Allt í einu stansar hann og fer.