Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 62

Úrval - 01.05.1977, Blaðsíða 62
60 LJRVAL strákana. Það veit guð að ekki geta þeir samið sig að því að eiga heima í venjulegum mannabústað. Þessi möguleiki — ásamt fjárhagshliðinni (sex manna fjölskylda hefur ekki efni á að lepja upp bestu hótelin) brá eins konar bjarma af skynsemi á þessa fjárfestingu. Nú höfum við farið í útilegur með hjólhúsið í fimm ár og enn er ég ekki orðin vön þessu. Hvernig getur mér fundist ég losna við hversdaginn, þegar hversdagurinn er festur aftan í fjölskyldubílinn og eltir mig eftir þjóðvegunum? Þegar útilegutíminn fór að nálgast síðast liðið vor, fékk ég illt í magann, skjálfta í aðra höndina og kippi í augað. Ég vonaði hið besta og fór til iæknisins. Mig dreymdi um að fá þann úrskurð að ekkert gæti læknað mig annað en að liggja heima í rúminu mínu allt sumarið og njóta fullkominnar hvíldar. Og ég hélt dauðahaldi í þennan draum, þótt ég viti að læknirinn okkar á hjólhús og hefur aldrei rekist á sjúkdóm sem ekki mátti lækna með ferð á næsta húsvagnastæði. ,,Sjáðu nú til,” sagði hann í huggunarróm, þegar ég sat þarna fyrir framan hann, með magapínu, skjálfta og kippi. ,,Þú hefur of lengi orðið að sitja um kyrrt. Það er kominn tími til að liðka hjólhúsið. Konan mín er að búa okkar hús fyrir sumarið núna. , Já, ég veit,” sagði ég. ,,Ég hitti hana í búðinni í gær þar sem hún var að kaupa pappírsdiska og skordýra- eitur. Og úr því þú minnist á hana, það er skelfílegt að sjá hvað hún er slæm af exemi eða einhverju svoleiðis.” , ,Ójá, það. Já. Hún fær þetta alltaf um þetta leyti. Hún hefúr ofnæmi fyrir einhverju, sem er í loftinu á þessum tíma.” ,,Það hlýtur að vera.” Þegar læknavísindin höfðu brugð- ist mér, var ekki annað að gera en koma hjólhúsinu út og stefna í næsta þjóðgarð. Ferðin var eins og allar hinar. Strákarnir vildu hafa húsið sem næst verslun hjólhúsastæðisins, helst inni í henni, hjá poppvélinni ef mögulegt væri. Maðurinn minn var að leita að þykkasta kjarrinu, en minn uppáhalds staður var við hliðina á snyrtingunni. ,,Fer ekki í taugarnar á þér að heyra í vatnsverkinu allan sólarhring- inn?” spurði hann önuglega. ,,Nei. Það fyllir mig öryggis- kennd.” Þegar hér er komið sögu hlýtur lýðum að vera orðið ljóst, að ég nota orðið ,,útilega” mjög frjálslega. Við minnum ekkert á þær harðgerðu sálir, sem halda út í óbyggðirnar með bakpokann einan. En mennirnir eru svo mismunandi og það meira að segja í okkar fámenna hóp. Maðurinn minn ver sínum tíma aðallega til þess að laga hjólhúsið og fara í búðina. Ef hann vaknar að morgni og ekkert hefur bilað, þarf hann að endurbæta eitthvað — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.