Úrval - 01.05.1977, Side 89

Úrval - 01.05.1977, Side 89
ÞETTA ER SKOTLAND YARD 87 klæddu lögreglumanna, sem eru á virðulegri varðgöngu umhverfis húsið allan sólarhringinn. ,,Hvaða gluggi er á skrifstofunni, sem Sherlock Holmes hafði?” spyrja þeir. Lög- regluþjónninn er vanur þess háttar spurningum og verður að gefa það harðbrjósta svar, að þessi fræga skáldsögupersóna Arthurs Conan Doyle hafi aldrei unnið á Scotland Yard. Jafn rangur er sá skilningur, að Scotland Yard séu aðalstöðvar allrar bresku lögreglunnar. Þar er aðeins lögreglan í London, alls 26 lögreglu- lið, skilgreind með bókstöfum, með allt upp í 190 stöðvar. Og það er ekki einu sinni öll London, sem heyrir undir Yardinn, því hið svokallaða City í miðborginni, 2,5 ferkm. að flatarmáli hefursína eigin, sjálfstæðu lögreglu og þar er ekki einn einasti fangaklefi. Andrúmsloftið í stórhýsinu er hvorki hörkulegt né hátíðlegt. f flestum skrifstofum er unnið fyrir opnum dyrum, og raunar eru það harla fáar dyr, sem yfirleitt er læst í þessu húsi, nokkurn tíma sólar- hringsins. Furðu fátt fólk sést í einkennisbúningum, og samkomu- lagið milli hinna ýmsu stétta er mjög afslappað. Starfsfólkið þarna talar sín á milli aldrei um „Yardinn,” eins og goðsagan gerir þó víðast um heim. Þess í stað notað það skammstöfun- ina C.O. — fyrir Commissioner’s Office (, ,yfirvaldsskrifstofan”). Flest herbergin í Scotland Yard, 662 talsins, líkjast stjórnskrifstofum eins og þær gerast og ganga hjá hverju öðru fyrirtæki. ,,Og það er einmitt það, sem við erum — aðalskrifstofa mjög stórs fyrirtækis,” segir Peter Walton, aðstoðarlög- reglustjóri. ,,Eins og hvert annað fyrirtæki þurfum við að stríða við ýmiss vandamái, svo sem eins og skort á starfsfólki, sambandið við önnur fyrirtæki og að nota ráðstöf- unarféð okkar, 175 milljón sterlings- pund á ári, eins vel og mögulegt er. Það sem við framleiðum er öryggi og friður fyrir löghlýðna borgara í London, og ti1 þess þurfum við að gera okkar markaðskannanir, og það sér rannsóknardeildin okkar um. Bækur okkar sýna ekki ágóða eða tap í reiðufé, heldur í trausti eða vah- trausti „hluthafa” okkar, íbúa London. Ef við missum tiltrú þeirra, fömm við á hausinn.” Kl. 9.00. Hringdyrnar í anddýrinu eru á stöðugri hreyfingu. Lögreglu- menn ög skrifstofufólk á dagvakt kemur, sýnir persónuskilríki sín eða aðgöngupappíra hjá varðmönnunum í anddyrinu og stillir sér svo upp við lyfturnar. Þótt anddyrið sé aðalinn- gangurinn í bygginguna, er það alltaf kallað The Back Hall (bakhúsið) — en það er arfur frá fyrsta aðsetri Scotland Yard, er það var í herrasetri rétt við Trafalgar Square. Jane Wilks, falleg, ljóshærð stúlka, sem aldrei gleymir nafni eða andliti, tekur við af lögreglumanninum, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.