Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
Stundum kemur það fyrir, að
botninn verður eftir einhversstaðar
líkt og úr keraldi þeirra Bakkabræðra.
Svo var um fyrstu söguna í skopdálki
septemberheftis Úrvals. Við reynum
því að endurbirta hana hér, þótt
botninn verði að vera eftir minni, því
hann mun líklega hafa orðið
málsverður ruslafötunnar:
Aðstoðarstúlka læknisins leiddi
nýja sjúklinginn að litlum klefa með
tjaldi fyrir og skipaði honum að hátta
sig úr hverri spjör. ,,Ég kom bara til
að biðja hann að laga nöglina á litlu
tánni. Hún vex ofan í holdið,”
maldaði maðurinn í móinn. ,,Það er
alveg sama. Þetta er regla hjá okkur,
svaraði stúlkan og iét engan vilbug á
sér finna.
Sárnauðugur fór maðurinn að tína
af sér spjarirnar en gat þó ekki orða
bundist og sagði við sjálfan sig: ,,Er
það nú vitleysa, að berhátta til að láta
skoða á sér eina tá!”
,,Það er nú ekkert,” rumdi þá
djúp karlmannsrödd í næsta klefa.
,,Ég kom bara til að innheimta
olíureikninginn! ”
WesleyP. Coleman.
Angurgapi gekk að nauðasköllótt-
um manni í samkvæmi, renndi
höndinni yfir skallann á honum og
sagði hátt og snjallt: ,,Vá, maður,
alveg eins og bossinn á konunni
minni!”
Sá sköllótti kippti sér ekki mikið
við. Hann strauk líka yfir skalla sér,
og þegar hlátur viðstaddra hafði
hljóðnað, svaraði hann jafn hátt og
snjallt: , Já, þetta er rétt hjá honum
— alveg eins!”
Stóri skotinn og litii skotinn fóru
saman út að ganga. Allt í einu sagði
sá stóri: , .Heyrðu, sonur, í hvaða
skóm ertu?”
,,Nýju skónum mínum, pabbi,”
svaraði sá stutti.
,,Blessaður taktu lengri skref,
drengur!”
,,Af hverju í ósköpunum ertu að
geifla þig svona, maður?”
, ,Það er bara af því að tátan þarna í
horninu, þessi laglega, var að brosa
til mín.”
,,Blessaður láttu ekki svona. Ég
skellti líka upp úr, þegar ég sá fyrst
framan í þig.
Úr Frjálsri verslun.