Úrval - 01.11.1977, Page 14

Úrval - 01.11.1977, Page 14
12 ÚRVAL kveikjustrauminn og minnka þar með hættuna á sprengingu. Síðan náði skelfingin taki á honum og hann rykkti og kippti í fótinn, þar til sársaukinn í honum varð óbærilegur og hann varð máttlaus. Hann fálmaði eftir svefn- pokanum sínum, breiddi hann yfir sig og féll í væran svefn, sljór af sársauka. Á morgun, hugsaði hann, finnur mig einhver. SLYSIÐ VARÐ AÐ kvöldi 11. september 1976. Fjórum dögum fyrr kom John Vhitelic til Portlands í Oregon frá heimili sínu í Whitehall í Michigan. Tilgangur fararinnar var að sitja tíu daga þjálfunarnámskeið hjá Drake-Willock Systems, sem framleiðir nýrnahreinsivélar. Hann hugði á nýtt starf, þar sem honum kom til góða reynsla hans í sjúkraliði Grænu húfnanna, sem er sérstök deild innan Bandaríkjahers, og sem aðstoðarmaður á St. Mary’s Hospital í Grand Rapids. Hann ætlaði að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Drake- Willock í Philadelphiu og ganga að eiga Mary Fahner, kennara frá Whitehall, sem hann hafði þekkt síðan þau voru bæði börn. Þetta var dugmikill, 28 ára gamall maður með svart hár, rostungsskegg og lífleg, blá augu. Hann hafði fengið lánaðan stationbíl hjá fyrir- tækinu daginn áður og hélt í norður frá Portland til þess að skoða þjóðgarðinn í Rainierfjalli í suður Washington. Hann dvaldi mestan hluta laugardagsins í snævi þökktum hlíðum Raniersfjalls og komst upp í um 2750 metra hæð áður en veðrið neyddi hann til að snúa við. Það var orðið áliðið dags þegar hann kom aftur að bílnum, en enn voru nokkrar stundir fram í myrkur, svo hann ákvað að aka til Hoodfjalls, um 240 km. sunnar, þetta sama kvöld. Hann vissi ekki, að leiðin sem hann valdi um fjalllendi Gifford Pinchot skógarins, var einhver sú hættulegasta sem var að finna á öllu Cascadefjallasvæðinu. Hann neyddist til að aka löturhægt um ósléttan malarveginn, sem grafinn var inn í fjallahlíðarnar, aðeins ein bílbreidd. Eftir tveggja tíma akstur við þessar kringumstæður hefur honum líklega sigið í brjóst. Andartaki síðar lenti bíllinn í holu og þeyttist niður í myrkrið. ÞEGAR JOHN VAKNAÐI þenn- an fyrsta sunnudagsmorgun rann það upp fyrir honum, að hann mátti prísa sig sælan að vera á lífi. Bíllinn var eins og blikkdós, sem stigið hefur verið ofan á og þakið var komið niður fyrir gluggana. Það rúm, sem hann hafði til umráða, var aðeins hálfur meter á hæð, og eina smugan út var um það sem eftir var af ökumanns- glugganum, en þangað náði hann aðeins með því að snúa afar illa upp á fasta fótinn. Fyrir utan gluggann þeyttist straumharður lækur ofan gilið og hinum megin lá snarbrött brekka upp á veginn. Þegar John rýndi þar á milli trjánna, sá hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.