Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 28

Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 28
26 URVAL scmi, og engu kynþokkafyllri en ávextirnir og grænmetið sem maður sér hellast úr allsnægtahorninu. Þær eru alltaf jafn sakleysislegar, í hvernig stellingu sem þær eru. En stríplur eru bara einn hluti af ótrúlegri framleiðslu Rubens. Hann málaði hundruð andlitsmynda, landslagsmynda, veiðimynda, hljóð- látra innanhússskreytinga. Fáir lista- menn hafa túlkað Krist af meiri innileik: Krist á krossinum, Krist tekinn af krossinum, Krist særðan lensu rómverjans. Við finnum þján- ingu holdsins í augunum og vörunum, í því hvernig höfuðið hallast, hvernig líkaminn verður máttvana. En leyndardómur áhrif- anna af myndunum er fólginn í þeirri hreyfingu, sem þær túlka, samspili efnis og lita — samspili trúarákafans. Enginn hefur unnið harðar að list sinni. Þótt listmálaragildið í Ant- werpen hafí opinberlega útnefnt Rubens meistara þegar hann var aðeins 21 árs, hélt hann áfram að nema og læra alla sína ævi. Um fimmtugt var hann enn að mála eftir myndum Titians og annarra til þess að bæta tækni sína. Hann var sannur snillingur og málaði ótrúlega hratt og hikaði aldrei, leiðrétti aldrei. Sagt er að eitt stærsta og dáðasta sköpunar- verk hans, Tignun töfranna, hafi tekið hann sex daga. Auk þess að vera í sérflokki við trönurnar var Rubens líka snillingur í annarri list: Listinni að lifa. Hann var mjög hamingjusamur í hjónabönd- um sínum og trúr konum sínum á tímum sem ekki höfðu slíkar dyggðir í hávegum. Börn hans virtu hann og elskuðu. Þegar hann dó, 62 ára að aldri, var allt fyrirfólk Antwerpen við útför hans. Rubens var ekki haldinn því ístöðuleysi, sem svo oft fylgir mikilli snilligáfu. Velgengnin spillti honum aldrei, og hann var jafn nákvæmur í venjum sínum og umgengni og spjaldskrárstarfsmaður. Hann hafði óhemju líkamsþrótt og fór á fætur klukkan fjögur á hverjum morgni, sótti morgunmessu og hófst svo handa. Meðan hann málaði hlýddi hann á dreng, sem hafði það embætti að lesa fyrir hann úr Tacitusi eða Pluarch. Um hádegi tók hann sér mathvíld og át mestan part græn- meti, því hann taldi að kjöt væri óhollt fyrir skapandi listamann. Klukkan fimm hætti hann að vinna. Þá var hann vís með að leggja á hest og fá sér reiðsprett í útjaðri Antwerpen. Síðar um kvöldið söfn- uðust vinir hans og fjölskylda saman til borðhalds og samræðna. Peter Paul Rubens var fæddur 1577 í Siegen í Þýskalandi, þar sem faðir hans, Antwerpenbúi — en Antwerpen var þá hluti af Hollandi — dvaldi í útlegð. Þetta var ekki giftusamt heimili. Faðir Peters Pauls hafði verið sekur fundinn um hórdóm og dæmdur til dauða. Kona hans lagði sig alla fram um að bjarga honum og fékk hann loks lausan úr fangelsi. Það má vel hafa verið þessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.