Úrval - 01.11.1977, Page 36
34
URVAL
sömu körfunni og bauð fleiri aðilum
en SBM að reisa hótel. Tvær
bandarískar hótelkeðjur þágu boðið
og önnur þeirra opnaði 640 herbergja
höll sína 1975. Hún stendur að hluta
á steyptum palli sem nær út yfir
sjóinn og er arkítektsdraumur úr gleri
og steinsteypu, marmara og stáli og
stendur fast upp við hamarinn undir
spilavídnu fræga. Þetta aðsetur er að
öllu leyti sjálfu sér nægt með fimm
veitingasali, sundlaug, verslanir,
næturklúbba og spilavíti.
Rainer hefur líka tryggt fleira til
þess að laða að ferðamenn, svo sem
hinn margfræga Monte Carlo Grand
Prix kappakstur í maí og alþjóðlegu
ólympíuleikarnir í bridge á vorin,
ásamt hljómleikum undir berum
himni við furstahöllina og hátíða-
sýningar í óperunni — alltaf eitthvað
handa öllum. Einn árangurinn af
þessu er sá, að viðskiptaráðstefnum
sem haldnar eru í Mónakó hefur
fjölgað um meira en helming frá
1970.
Keppinautar Mónakó í lúxus-
flokknum, svo sem Nissa, Cannes og
Juan-les-Pins eru farnir að hugga sig
við þá óskhyggju, að hertogadæmið
muni óhjákvæmilega missa glæsi-
braginn í viðleitni sinni til að breyta
sér í takt við tímann. En Louis
Blanchi, framkvæmdastjóri ferða-
mannamóttökunnar, á svar við því.
„Mónakó,” segir hann, ,,býður
milljónamæringum þjónustu við
þeirra hæfi, en maður þarf ekki að
vera milljónamæringur til að njóta
þess.” Þess er ekki lcngur krafist, að
menn séu með hálsbindi í meginsal
aðalspilavítisins, samt koma ein-
hverjir þangað á hverju kvöldi í
stífasta kvöldklæðnaði. Við Spila-
torgið hellist ferðamannaflaumurinn
úr fólksflutningabílum sem lagt er
við hliðina á Rolls-Royce, Masaerati
og Mercedes-Benz.
Skammt þar frá er annað lokkandi
fyrirbrigði: Hið nýja Sport d’Éte.
Þessi staður er reistur á uppfyllingu,
sem stendur út í sjóinn og í
þokkafullum nýtískulegum hvelf-
ingum hans er hvers konar skemmt-
anir að finna, veitingasali, nætur-
klúbba og spilasali. Þakið opnast yfir
danssalnum þar sem þúsund manns
geta borðað og dansað undir stjörnu-
heiðum himni, en gosbrunnar gjálfra
úti og flugeldar springa yfir sjónum.
Annar hluti lands sem vannst með
uppfyllingu á að vera meira til
hversdagsþarfa íbúanna í Mónakó.
Fontvieille nær yfir 22 hektara og það
verða reist miðlungs dýr hús, nýr
skóli, íþróttaleikvangur, verslunar-
miðstöð og lítil iðnaðarmiðstöð, en í
miðju verður óbyggt svæði — land í
banka, ef svo mætti segja.
Því verður ekki á móti mælt að
andlitslyftingin 1 Mónakó hafi komið
íbúum ríkisins til góða. Ríkisráð-
herrann, André Saint-Mleux, Frakki
frá Brittaníu, sem ér daglegur
framkvæmdastjóri ríkisins, rakti fyrir
mér hvaða hlunnindi Mónakar sjálfír
hafa. Þeir hafa ríkuleg ellilaun, njóta
mikils menningarlífs og eiga eitt