Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
inga og viðhorfum — bjartsýnis-
verur, svartsýnisverur, innhverfa,
opinskáa og forvitna.
Hvernig geta brúður lýst persónu-
leika svona lifandi? Til að skilja það
þarf að byrja á að skilgreina dálítið
persónuleika höfundarins, Jim
Hensons.
Hann er hár, grannur með brúnt
skegg, 41 árs, fæddur í Bandarxkj-
unum. ,,Faðir minn vann við
rannsóknir á fóðurkáli fyrir fugla við
Rannsóknardeild Landbúnaðarins, ’ ’
segir hann. Frá þeim dögum á hann
margar minningar sem hann notfærir
sérvið persónugerð Prúðuleikaranna.
Henson varð gagntekinn af brúð-
unum 1949, en þá var þar vestra
þáttur í sjónvarpinu þar sem Frank
Allison stjórnaði brúðunum Kukla,
Ollie og Dreka, sem voru mjög svo
manneskjulegar. í gagnfræðaskóla
var Henson í brúðuleikklúbbi og
þegar hann komst í menntaskóla
komst hann inn í sjónvarpsstöðina í
Washington C.D. með sýningu, þar
sem hann notaði brúður sem hann
hafði sjálfur gert og þá var tekið eftir
honum. Meðan hann var að nema
leiklist og sviðsbúnað við háskólann í
Maryland hélt hann nokkrar aðrar
sýningar. En það vom fleiri sem tóku
eftir honum, þar á meðal skólafélagi
hans Jane Nebel. 1955, var Henson
boðið að gera fimm mínútna
kvöldþátt sem hann kallaði ,,Sam og
vini hans.” Henson bað Jane að
hjálpa sér við að stjórna brúðunum.
(Árið 1959 gengu þau svo í það
heilaga).
Röð vel heppnaðra auglýsinga-
kvikmynda á svæði Washington
stöðvarinnar var til þess að fulltrúar
fjölmiðla í New York tóku eftir
honum. 1957 slógu Prúðuleikararnir
í gegn í sjónvarpinu í kvöldþætti
Steve Allens, þar sem hinn ársgamli
: froskur Kermit með Ijósa hárkollu
:söng: ,,Ég hef vanist andliti þínu.”
fyrir purpurarauða ófreskju, semjane
stjórnaði. Ófreskjan át bókstaflega
sitt eigið fés og reyndi svo að éta
Kermit. Áhorfendur vom heillaðir.
í Bandaríkjunum tók alþjóð eftir
fjölbreytileik í persónugerð Prúðu-
leikaranna þegar Sesame Street sló í