Úrval - 01.11.1977, Page 44
42
ÚRVAL
Á þessum stað er áin breið og slétt
og maður getur séð langt útyflr hana.
Við horfðum i lítinn hóp af Kanada-
gæsum sem flaug upp, þær beygðu í
sveig niður að ánni og flugu í um það
bil 25 metra hæð.
Þær voru rétt að byrja að hækka
flugið aftur þegar við heyrðum
skothvell og forystugæsin, gríðarstór,
gamall steggur, féll í gegnum loftið
og lenti á jörðinni. Ég leit á úrið
mitt. ,,Þetta er nákvæmlega tuttugu
mínútum of snemma — tuttugu
mínútum fyrir löglegan skottíma.”
,,Rett er það,” svaraði Jenkins.
,,Ég fer beina leið og læt hann fá
stefnu.”
Þessi bráðláti veiðimaður átti ekki
undankomu auðið. Áin var frosin og
ísinn góður þannig að við gátum
keyrt eftirlitsbílinn okkar hvert sem
við vildum.
Við fórum af stað. Við sáum
mannveru rísa upp og hlaupa að
staðnum þarsem gæsin féll, taka hana
upp og ganga x áttina að veginum.
Við komum þangað samtímis veiði-
þjófnum.
Þrátt fyrir kalda veðráttuna var
hann aðeins í blárri bómullarskyrtu,
vinnubuxum og þunnum jakka.
Honum var kalt. Hann gat verið
fjórtán ára gamall.
I rauninni var hann stífur af kulda,
en hann hélt þétt um þá stærstu gæs
sem ég hefi nokkru sinni séð. Hann
var spenntur og skalf frá hvirfli til
ilja.
,,Halló! Lítið á hvað ég skaut! Ég
hef legið hér sex undanfarna morgna.
Fimm morgnana flugu þær aldrei yfir
mig. í gær athugaði ég þær
gaumgæfílega og sá alveg hvar þær
flugu yfir. Ég fór á staðinn fyrir
birtingu í morgun og þær flugu alveg
yflr mig.”
Ég leit á félaga minn. ,Jæja,
Jenkins, hér er þinn maður.” Hinn
opinberi starfsmaður starði niður
fyrir sig og sparkaði í frosna jörðina
með tánni á meðan drengurinn stóð
skjálfandi með einhleyptu byssuna
sína í annarri hendinni og hélt hinni
um háls stóra steggsins.
Aðlokumsagðijenkins: „Hefurðu
ekkert úr, drengur? ’ ’
,,Nei, herra. En ég held að
löglegur skottími sé byrjaður.”
Ég sagði ekkert, fylgdist bara með
Jenkins og drengnum. Ég skemmti
mér x rauninni ágætlega; hér stóð
þessi stífi og ósveignalegi vörður og
leið hreint ekki vel, ef til vill í fyrsta
sinni á starfsferlinum.
Jenkins sparkaði nokkrum sinnum
enn í jörðina og sagði svo: ,,Við
skulum koma í bílinn, við keyrum
þig heim. Þú verður of seinn í
skólann annars.”
Svo kom drengurinn með okkur í
bílinn og draslaði stóru villigæsinni á
eftir sér, sem var drepin á ólög-
mætum tíma, og við ókum honum
heim til hans, að hrörlegum
bóndabæ og skildum þar við hann.
Á leiðinni til varðstöðunnar rauf
ég þögnina: , ,Hversvegna skrifaðirðu