Úrval - 01.11.1977, Síða 44

Úrval - 01.11.1977, Síða 44
42 ÚRVAL Á þessum stað er áin breið og slétt og maður getur séð langt útyflr hana. Við horfðum i lítinn hóp af Kanada- gæsum sem flaug upp, þær beygðu í sveig niður að ánni og flugu í um það bil 25 metra hæð. Þær voru rétt að byrja að hækka flugið aftur þegar við heyrðum skothvell og forystugæsin, gríðarstór, gamall steggur, féll í gegnum loftið og lenti á jörðinni. Ég leit á úrið mitt. ,,Þetta er nákvæmlega tuttugu mínútum of snemma — tuttugu mínútum fyrir löglegan skottíma.” ,,Rett er það,” svaraði Jenkins. ,,Ég fer beina leið og læt hann fá stefnu.” Þessi bráðláti veiðimaður átti ekki undankomu auðið. Áin var frosin og ísinn góður þannig að við gátum keyrt eftirlitsbílinn okkar hvert sem við vildum. Við fórum af stað. Við sáum mannveru rísa upp og hlaupa að staðnum þarsem gæsin féll, taka hana upp og ganga x áttina að veginum. Við komum þangað samtímis veiði- þjófnum. Þrátt fyrir kalda veðráttuna var hann aðeins í blárri bómullarskyrtu, vinnubuxum og þunnum jakka. Honum var kalt. Hann gat verið fjórtán ára gamall. I rauninni var hann stífur af kulda, en hann hélt þétt um þá stærstu gæs sem ég hefi nokkru sinni séð. Hann var spenntur og skalf frá hvirfli til ilja. ,,Halló! Lítið á hvað ég skaut! Ég hef legið hér sex undanfarna morgna. Fimm morgnana flugu þær aldrei yfir mig. í gær athugaði ég þær gaumgæfílega og sá alveg hvar þær flugu yfir. Ég fór á staðinn fyrir birtingu í morgun og þær flugu alveg yflr mig.” Ég leit á félaga minn. ,Jæja, Jenkins, hér er þinn maður.” Hinn opinberi starfsmaður starði niður fyrir sig og sparkaði í frosna jörðina með tánni á meðan drengurinn stóð skjálfandi með einhleyptu byssuna sína í annarri hendinni og hélt hinni um háls stóra steggsins. Aðlokumsagðijenkins: „Hefurðu ekkert úr, drengur? ’ ’ ,,Nei, herra. En ég held að löglegur skottími sé byrjaður.” Ég sagði ekkert, fylgdist bara með Jenkins og drengnum. Ég skemmti mér x rauninni ágætlega; hér stóð þessi stífi og ósveignalegi vörður og leið hreint ekki vel, ef til vill í fyrsta sinni á starfsferlinum. Jenkins sparkaði nokkrum sinnum enn í jörðina og sagði svo: ,,Við skulum koma í bílinn, við keyrum þig heim. Þú verður of seinn í skólann annars.” Svo kom drengurinn með okkur í bílinn og draslaði stóru villigæsinni á eftir sér, sem var drepin á ólög- mætum tíma, og við ókum honum heim til hans, að hrörlegum bóndabæ og skildum þar við hann. Á leiðinni til varðstöðunnar rauf ég þögnina: , ,Hversvegna skrifaðirðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.