Úrval - 01.11.1977, Page 45
DRENGURINN SEM SKAUT OF SNEMMA
hann ekki upp, fyrst hann braut
lögin?”
,Já,” svaraði Jenkins. ,,Hann
gerði það víst. ’ ’
,,Enginn efi á því. Hann skaut
tuttugu mínútum of fljótt og það er
lögþrot. Þú hefur næstum því á
hverjum morgni skrifað upp fólk
vegna sömu brota.”
, Já, en ég skrifaði hann ekki upp. ’ ’
,,Nei, þú gerðir það ekki.”
Starfsmaður ríkisins starði fast á
mig. Ég er viss um að hann var dálítið
æstur. „Hversvegna í andskotanum
skrifaðir þú hann ekki upp,
Parker?”
, ,Ég hafði ýmsar ástæður til þess að
skrifa hann ekki upp,” svaraði ég.
,,Fyrir það fyrsta var brot hans ekki
framið af ráðnum hug. Annað, hann
er bara unglingur. Þriðja, ef einhver
hefur unnið fyrir gæsinni sinni, þá
hefur þessi drengur gert það.”
Donan roðnaði. ,,Allt í lagi, allt í
lagi, við skulum gleyma þessu!”
Um það bil viku seinna var ég
aleinn á þessum slóðum um klukkan
sjö að morgni, held ég. Ég sá náunga
koma út að veginum. Ég fylgdi
honum eftir til að fylgjast með
honum og sá þá að þetta var sami
drengurinn, klæddur eins og fyrr.
,,Gekk þér vel í morgun?”
,,Nei, ég skaut ekki.”
Svo bretti hann upp ermina á
vinnujakkanum sínum með breiðu
brosi og sagði. ,,Ég held ég ætti að
haska mér, ég vil ekki koma of seint í
43
skólann.” Á úlnlið hans var
splunkunýtt skólaúr.
, Jæja, drengur,” sagði ég. ,,Þetta
er mjög gott úr sem þú hefúr þarna. ’ ’
,Já, herra!”
„Hvar fékkstu svona fallegt úr?”
„Vörðurinn gaf mér það.”
,,Áttu við herra Jenkins?”
, Já, herra. ’ ’ Svo sagði drengurinn
mér söguna. „Kvöldið eftir að ég
skaut stóru gæsina hérna kom herra
Jenkins heim um hálf átta og lét
mömmu fá pakka. „Láttu drenginn
fá þetta,” sagði hann. „Láttu hann
líka fá þennan bækling um veiði-
reglurnar. Þetta er tafla um veiði-
tímann. Hann má ekki skjóta áður en
hann hefst og ekki seinna heldur,
sem breytist eftir sólarupprás og
sólsetri.” Svo fór hann.
Ég skemmti mér stórvel. Ég gat
varla beðið eftir að hitta Donan.
Klukkan tíu um morguninn sá ég
varðbíl Jenkins fyrir framan Farrell
veitingahúsið. Jenkins sat við skenk-
inn og var að drekka kaffi. Ég fékk
mér sæti við hlið hans. „Hvernig
hefurðu það, Jenkins?”
„Alveg ljómandi.”
„Ég sá drenginn niðri frá áðan.”
, Jæja? Var hann að veiða?”
,Já, örugglega, hann var með
nýtt, fínt úr líka. ’ ’
Jenkins leit á mig og lét sem hann
væri hissa. „Var hann það?”
,Já.”
, ,Það kemur þá kannske í veg fyrir
að hann skjóti of snemma, ætli það
ekki?”