Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 51
SVÖRTU GÖTIN — DIMMASTA GATA GEIMSINS
49
verða vísindamenn á slóð svartra gata
að koma geislaskynjurum sínum um
borð í eldflaugar eða geimför sem
komast í gegnum þennan tmflandi
lofthjúp.
Einhver árangursríkasta loftsend-
ing sem nokkurn tíma hefur komið út
í geiminn þeyttist á loft frá Kenya í
desember 1970 með fyrstu röntgen-
rannsóknarstöðina á sporbraut. Hún
hét „Uhuru” sem er swahili og þýðir
frelsi. Þessi geimstöð bandarísku
geimvísindastofnunarinnar hefur
fundið 339 röntgengeislauppsprettur
með sínum litlu skynjurum. Og það
sem meira máli skiptir: Aðeins þrem
mánuðum eftir að Uhum tók til
starfa, skynjaði hún breytingu í
geisluninni frá uppsprettu sem
gengur undir nafninu Cygnus X-1
(fyrsta röntgengeislastöðin sem upp-
götvaðist í Cygnusvetrarbrautinni).
Samtímis hóf Cygnus X-1 að senda
út útvarpshljóðmerki, sem gerðu
stjarnfræðingum kleift að skipa
henni stað með miklu meiri ná-
kvæmni en þeir hefðu getað með því
einu að miða hana út eftir röntgen-
geislum.
Þegar búið var að miða Cygnus
X-1 þannig út, kom í ljós að þetta var
dimmur félagi heitrar risavaxinnar
stjörnu, sem er um 20 sinnum
efnismeiri en sólin okkar, um 8
þúsund ljósár frá jörðinni. Frekari
rannsókn sýndi, að hin sýnilega
stjarna var rásandi á sporbraut sinni,
líklega vegna hins mikla aðdráttarafls
hins ósýnilega nágranna síns. Þetta
meinta svarta gat, sem er áætlað
minnst 5-15 sinnum efnismeira en
sólin, þeytist kringum hinn ósýnilega
félaga sinn með 5,6 daga millibili í
nálægt 21 milljón kílómetra fjarlægð.
ALHEIMSEGGIÐ. Ef mikið ftnnst
af svörtum götum, eins og flestir
vísindamenn spá, er hægt að draga af
því óendanlega margar ályktanir.
Hugsið ykkur bara: Tíu milljón svört
göt kunna að vera aðeins í okkar
vetrarbraut. (Geimfarar nútímans
þurfa þó ekki að óttast að týnast í
þvílíku ginnungagapi. Stjarnfræð-
ingar okkar telja, að þeir hefðu þegar
fundið aðdráttaraflið, ef svart gat
leyndist í okkar sólkerfi.) Sumir
vísindamenn hafa spáð því, að
einhvern tíma verði hægt að virkja
svört göt sem orkugjafa.
Við höfum vitað í fimm áratugi, að
ómælisvídd alheimsins er að víkka,
og almennasti skilningurinn er sá, að
þessi útþensla sé afleiðing að fmm-
sprengingunni sem tætti sundir hið
óumræðilega stóra „alheimsegg,”
efnið sem allt er myndað af. Heldur
alheimurinn áfram að víkka, breiðast
út að eilífu og efnið að strjálast
endalaust? Eða verður aðdráttarafl
stjarnanna og stjörnuþokanna
endanlega til þess að stöðva þessa
útþenslu og koma alheimnum til að
dragast saman aftur? Jöfnur og
hugmyndir Einsteins em einmitt spá
um þetta, að alheimurinn muni falla
saman í sjálfan sig.
Sem stendur hafa stjarnfærðingar