Úrval - 01.11.1977, Blaðsíða 62
T
60
REYKINGAR OG PILLAN
Getnaðarvarnarpillan eykur mjög
hættu á dauða af völdum hjartaáfalls
hjá konum, sem komnar eru yfir
fermgt. Þess vegna hefur Lyfja- og
matvælastjórn Bandaríkjanna mælt
með því, að konur yfir fermgt, sem
reykja, noti aðrar gerðir getnaðar-
varna. Nú hefur ný rannsókn leitt í
ljós dánarhlutfall kvenna sem bæði
reykja og nota pilluna.
Rannsóknin leiddi í ljós, að
reykingar margfalda hætmna á
banvænu hjartaáfalli hjá konum, sem
jafnframt nota pilluna. í ljós kom, að
konur, rúmlega fermgar, sem tóku
pilluna en reyktu ekki, höfðu
dánarhlutfallið 11 af hverjum 100
þúsund. Samanburðarhópur á sama
aldri sem reykti en tók ekki pilluna
hafði dánarhlutfallið 16 af hverjum
100 þúsund. En þegar um var að
ræða konur, sem bæði tóku pilluna
og reyktu rauk dánarhlutfallið upp í
62 af hverjum 100 þúsund. Til
samanburðar má geta þess, að
dánarhlutfall sama aldurshóps
kvenna, sem hvorki nota pilluna né
reykja er 7,4 af hverjum 100 þúsund.
Samskonar áhrif vom merkjanleg í
hópi kvenna milli 30 og 40 ára, þótt
dánarhlutfall þeirra væri almennt
lægra í öllum hópum. Jafnvel konur
milli tvímgs og þrítugs sem reyktu 15
ÚRVAL
sígaretmr á dag eða meira og nomðu
pilluna höfðu hærra dánarhlutfall en
sambærilegar reykingakonur, sem
notuðu aðrar getnaðarvarnaraðferðir.
Newsweek
STATTU EKKI BARA OG
GLÁPTU!
Margir þeirra, sem verða vitni að
því að fólk fær slag hika við að beita
munn-við-munn björgunaraðferð-
inni við þá sem öndun og æðasláttur
er ekki lengur merkjanlegur hjá.
menn óttast tilgangsleysi þess og
jafnvel að gera meira ógagn en gagn.
Þó hefur víðtæk rannsókn á þessum
málun (sem nýlega var skýrt frá í
tímaritinu Circulation) leittí ljós, að
aldrei hefur sannast, að hjálpsamir
leikmenn hafi orðið til ógagns að
þessu leyti. Þvert á móti, í þessari
rannsókn sem náði til 631 hjarta-
áfallssjúklinga, sem fluttir vom á
sjúkrahús, kom á daginn að lífshlut-
fall þeirra, sem höfðu þegar í stað
fengið hjálp leikmanna, var 36 af
hundraði, en aðeins 8 af hundraði
meðal þeirra, sem biðu hjálparlausir
eftir sjúkrabíl. Hver sekúnda skiptir
máli — meira máli en sérfræðihjálp-
in.
Endursagt úr The Journal of the Am-
erican Medical Association.
Það er einn kosmr við unglingamúsíkina nú til dags. það er
ógerningur að blístra hana. Along the Way.