Úrval - 01.11.1977, Side 93

Úrval - 01.11.1977, Side 93
ÁRLANGUR DAGUR 91 mishituninni og þeirri ryðmyndun, sem af henni hlytist. Þegar Ivar var búinn að borða fór hann í stórúlpuna og fram í geymsluna. Hann opnaði lúguna á ytri dyrunum og litaðist um en sá ekkert. Hann náði sór í hamar og dós af nöglum og festi aftur tjörupapp- ann utan á kofanum. Næsta dag gekk hann með gildrulögninni og gróf upp og egndi 20 refagildrur. Þegar hann kom aftur til kofans, var vindhraðinn orðinn svo mikill, að það nauðaði í ufsunum. En þótt kaldinn væri stríður, var ekki stormnepjaí honum. Hann bar enga hárbeitta ískristalla með sér, engan blindan og kæfandi snjó. Þetta var bara venjulegur heimskautavindur, sem kom inn yfir hraðfrosinn Hornsundsfjörð. Hann skoðaði tréhlerann fyrir glugganum, rykkti harkalega í hann og gekk úr skugga um, að hann þyldi allt nema einbeitt bjarndýr. Þegar hann kom inn aftur, dró hann stólinn sinn þétt upp að ofninum, sem gerður var úr olíutunnu. Þegar eldurinn kulnaði niður í glæður, myndi hitinn hrapa eins og gæs sem skotin er í hausinn á flugi. Meira að segja núna var ísskæni tekið að myndast á vatnsfötunni; í fyrramálið yrði allt þetta vatn hart sem steinn. Loks skreið Ivar ofan í svefnpokann sinn á fletinu sem var meðfram endilöngum veggnum gegnt glugg- anum. Hann hreiðraði um sig og teygði síðan hendurnar upp fyrir höfuð til þess að binda opið eins vel saman innan frá eins og hann gæti. Fingur hans voru þegar farnir að dofna af kuldanum og hann var klaufskur. Á endanum flækti hann fyrirbandið en nennti ekki að greiða úr því aftur. Hann svaf óvært í klukkutíma eða svo. Allt í einu glaðvaknaði hann við hljóðið af brotnum viði og gleri. Aðeins ísbjörn gat bramlað hnaus- þykkan gluggahlerann svona snöggt. Og þegar glugginn var úr streymdi allur hinn þægilegi matarilmur kofans út til að æsa upp hungur bjarndýrsins. Hann brá höndunum í skyndi upp fyrir sig og þreifaði eftir fyrirbandinu á pokanum. Á sömu stundu mundi hann eftir flækjunni og það rann upp fyrir honum, að hann var í gildru. Einhver þungi lagðist ofan á bringu hans. Björninn, sem var kominn hálfur inn um gluggann teygði sig nú þvert yfir herbergiskytruna til að kanna þetta ómatarlega flykki, sem iðaði þarna á bríkinni. Adrenalínið þeyttist út um líkama Ivars og hann spennti handleggina út í pokann, sem skriplaði undan átakinu. Hann pressaði sig niður í fletið til þess að reyna að komast undan klóm bjarndýrsins, sem fláði afganginn af pokanum utan af honum. Svo reyndi hann að setjast upp en rak höfuðið í eitthvað sem var eins og steinn. Það rann upp fyrir honum, að þetta var kjamminn á bjarndýrinu, svo hann fleygði sér niður aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.