Úrval - 01.11.1977, Page 96
94
ÚRVAL
Svo réðist hann í síðasta norska
hvalaleiðangurinn til Suðurskauts-
landsins. 1 sjö mánuði sá hann aðeins
aðra karlmenn og skip. Mánuðirnir
hefðu orðið endalausir, hefði hann
ekki kynnst Fredrik Rubach. Fredrik
hafði dvalið mörg ár á Svalbarða og
naut þess að segja frá reynslu sinni
þaðan. Ivar naut þess að hlusta, þegar
leiðangrinum lauk, voru þeir ákveðn-
ir í að gerast félagar eitt ár á veiðum
við Hornsundsfjörð.
Og nú, veiðiárið 1970-71, fjórða ár
hans á þessum slóðum, skildi hann af
hverju landsstjórinn hafði ekki viljað
sleppa reynslulausum unglingi laus-
um á norðurslóðum. Hornsund getur
verið ómildur staður. Það er á 77.
gráðu norður breiddar, innan við
1500 km frá norðurpólnum og um
150 km loftlínu frá Longyearbyen,
sem er næsta þéttbýli, og óheppi-
legur staður fyrir kjána. Vindurinn
og kuldinn em nístandi, allt er þar
fokið úr fjöllum utan mosi og skófir,
klettar og ís. Hávaxnasta tré á eynni
var 20 sentimetra birki.
Á hverju ári átti Ivar sex vikna
sumarfrí í Noregi, drakk bjór og lærði
aftur að tala við annað fólk. í ágúst
hélt hann aftur til Spitsbergen, á
mánaðalöngu kvöldi norðurslóðanna
þegar sólin er á lofti allan sólarhring-
inn. Hann flutti með sér ársbirgðir af
óþarfa eins og bókum og smjörlíki og
skosku viskíi og þarfa eins og byssum
og lyfjum og fláningshnífum. í
Longyearbyen tók hann aftur við
sleðahundum sínum og tíkinni
Naiku, sem var af þýsku fjárhunda-
kyni. Svo deildi hann birgðunum á
kofana sína.
Aðalkofinn var byggður 1957 fyrir
vísindamenn sem bjuggu við Horn-
sundsfjörð í nokkra mánuði alþjóð-
lega jarðeðlisfræðiárið. Um haustið
var kofinn yfirgefinn og stóð auður í
áratug. Þegar Fredrik Rubach og Ivar
komu fyrst til Hornsunds árið 1967,
var kofinn heldur illa farinn.
Hvítabirnir höfðu mölvað af honum
hurðir og glugga, svo vindarnir
bjuggu í húsinu. En máttarviðir allir
voru góðir og heilir. Þeir gerðu við
kofann og hann þjónaði þeim vel.
Nú var Fredrik þar ekki lengur. Hann
hafði kosið að dvelja norðar, við
Kofaflóa, handan við nesið norðan
Hornsunds, á ströndum hins storma-
sama íshafs.
Þegar Ivar hafði hlaðið Aðalkofann
birgðum, sneri hann sér að Fugla-
fjallskofa. Það var skynsamlegt að
halda við og eiga birgðir 1 tveimur
kofum. Aðalkofinn var um tíu
kílómetra inn með Hornsundsfirði
norðanverðum. Fuglafjallskofi var
um 15 km austar, nær fjarðarbotn-
inum. Það gat tekið mann á skíðum,
gangandi eða á hundasleða klukku-
tíma að komast hvern kílómeter,
sérstaklega þegar veður versnuðu. Þess
vegna var það ómaksins vert að hafa
aukakofa. Því víðáttumeiri sem yfír-
ferð Ivars gat verið, þeim mun meiri
líkur voru til þess að honum veiddust
vel refir og birnir. Hann hefði getað