Úrval - 01.11.1977, Síða 97

Úrval - 01.11.1977, Síða 97
ARLANGUR DAGUR 95 gert sér næturskýli á veiðiferðum sínum, en tjald eða snjóhús jafnaðist ekki á við kofa, og það var mun auðveldara að hlaða hillur Fugla- fjallskofa að sumri en að dragnast með bakpoka fullan af vistum í vetrarstormi. Mikilvægara var þó, að í vetrar- nóttinni löngu, þegar hugur hans var bæði ófullnægjandi og of mikill félagsskapur, þegar „kofasýkin” var ekki aðeins til að hlæja að, flúði hann einfaldlega í annan kofa. Þetta ár, 1970, höfðu sjávarföllin brotið burtu megnið af strandísnum, svo hann gat notað bátinn í stað baksins til þess að koma birgðum sínum í Fuglafjallskofa. En jafnvel í björtu og góðu veðri með utanborðs- vél til hjálpar var Hornsund risavaxið. Á flestum kortum er Svalbarði aðeins nokkrir litlir punktar, og Horn- sundsfjörður — ef hann var á annað borð sýndur — aðeins nafnlaus skora í neðri hluta Spitsbergen. En kort eru aðeins ein tegund raunveruleika. Kortagerðarmenn flutu á skipsfjöl fram hjá eynni eða flugu yfir í flugvél og tóku myndir. Ivar notaði kortin þeirra, skildi takmörk þeirra og hló eða bölvaði vitleysunni, sem hann fann. Rétt austur af Aðalkofa var fallegt fjall með tveimur tindum. Þetta kennileiti var mjög áberandi, en einum kortagerðarmanninum hafði sést yfir það. Ivar kallaði fjallið Týnda fjallið. Hann hikaði ekki við að gefa landslaginu nöfn eftir eigin höfði — nöfn eins og Refadalur og Gæsaflói og Bjarnaflói og Eggjakökubrekka og Tíkarsonarskarð. Þar sem korta- gerðarmennirnir flugu eða flutu, gekk hann eða fór á skíðum. Hans Hornsund var öðru vísi en þeirra, og hann þekkti svæðið miklu nánar en þeir. Nú var hugur hans önnum kafinn að skipuleggja nokkrar næstu vik- urnar. Það þurfti að lappa lítið eitt upp á Aðalkofa; það þurfti að koma birgðunum í Fuglafjallskofa meðan veðrið hélst. Og hann varð að veiða gæsir og endur áður en þær færu. Listinn var langur, tíminn var stuttur. Og þær vikur sem eftir var af heimskautskvöldinu gat hann aðeins reitt sig á eitt: Að veðrið myndi snögglega breytast, oft til hins verra. VEIÐIMAÐURINN Kvartandi gæsagarg ómaði yfir Aðalkofa, eitt, ákaft garg sem vakti Ivar. Hann hafði beðið eftir þessu kalli í nokkrar vikur. Það glitraði á hrímuga glugga kofans og október- birtan var blýgrá. Gæsin kallaði aftur. Ivar brosti; ákefð hans var jafn mikil og gæsarinnar. Hann hlakkaði til vetrarins. Farfuglarnir voru að fara. Ivar hafði sínar nauðþurftir eins og þeir. Veturinn var langur og hann myndi svelta, ef hann næði ekki í nokkrar gæsir. Það yrði langur dagur í dag, líka á morgun. Daginn þar á eftir yrðu gæsirnar horfnar. Árstíðaflug
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.