Úrval - 01.11.1977, Síða 99

Úrval - 01.11.1977, Síða 99
ARLANGUR DAGUR 97 Þá skutust fimm feitar gæsir niður úr skýjaþykkninu um 40 metra frá Ivari, flugu í um 9-10 metra hæð og stefndu á frosinn bakkann til þess að fá sér enn einn málsverð fyrir flugferðina löngu. Þær sáu aldrei hvar Ivar lyfti haglabyssunni hægt að öxl sér og hleypti úr báðum hlaupum. Þriðji og fjórði fuglinn féllu. Það var á stundum sem þessari, sem Ivar átti erfitt með að skilja fólk, sem skýtur dýr og fugla aðeins sér til ánægju. I hans huga var besti þátturinn í þessu sá, að vita að gæsirnar voru matur hans og vonir um að refaskinnin og bjarnarfeldirnir sem hann myndi ná myndu duga honum til að kaupa sér einn vetur til viðbótar á norðurslóðum. Hann drap það sem hann þurfti og var þakklátur fyrir það sem hann fékk. Samt hafði hann hitt fólk, sem hörfaði undan í viðbjóði þegar það komst að því, að hann lifði af veiðum. Þetta fólk taldi, að þar sem einhver annar drap matinn þess, væri það honum siðferðilegra æðra. Fyrst þegar hann rak sig á þetta varð hann yfir sig reiður í hvert sinn. Síðan lærði hann að láta það sem vind um eyru þjóta. Loks lærði hann að hlæja að því. Norðurslóðir höfðu kennt honum þolinmæði og að virða lífíð. Það hafði líka kennt honum fornan, gleymdan sannleika: Líf étur, og dráp er hluti af máltíðinni. Biðin lengdist, en lauk svo þegar fímm fuglar í viðbót birtust úti yfír sjónum, bar hratt inn yfir ströndina, svifu ákveðið inn yfír bakkana. Þeir fóru fyrir framan hann, flugu hægar núna og litu til beggja hliða til að kanna lendingarstaðinn. Öftustu gæsirnar tvær voru minni en þær sem á undan fóru, flugu mjög þétt saman. Ivar brá byssunni að öxl og miðaði svo hann næði báðum fuglunum. Þeir féllu snöggt og þögult. ERFITT VERK Hann hafði varla náð að hlaða á ný þegar enn eitt gæsapar kom í ljós lengra úti, en þó innan skotmáls. Hann lyfti byssunni, náði miðaði, en hætti svo við. Þessar gæsir voru stórar, fæturnir fölgrábleikir. Þetta voru fullorðnir fuglar, sennilega hjón. Líkurnar til að hann næði þeim báðum voru næsta litlar. Þessar gæsir para sig fyrir lífstíð og hann langaði ekkert til að heyra skjálfandi og nístandi hróp gæsar, sem kallar á dauðan maka sinn. Næstu sex klukkustundirnar skaut hann, sótti feng sinn, hlóð og beið. Hann náði 17 gæsum þennan haustdag. Þúsundir gæsa höfðu flogið hjá, og þúsundirí viðbót flugu hátt yfír höfði hans. Hann horfði á þær og hlustaði með vaxandi aðdáun. Hvað stjórnaði þeim? Hvað dró þær upp í kaldan vindinn og hélt þeim í oddaflugi samkvæmt þeirra eigin útreikningi og skipulagi? Hvernig kusu þær sér forustu? Hvernig fóru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.