Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 99
ARLANGUR DAGUR
97
Þá skutust fimm feitar gæsir niður
úr skýjaþykkninu um 40 metra frá
Ivari, flugu í um 9-10 metra hæð og
stefndu á frosinn bakkann til þess að
fá sér enn einn málsverð fyrir
flugferðina löngu. Þær sáu aldrei
hvar Ivar lyfti haglabyssunni hægt að
öxl sér og hleypti úr báðum
hlaupum. Þriðji og fjórði fuglinn
féllu.
Það var á stundum sem þessari,
sem Ivar átti erfitt með að skilja fólk,
sem skýtur dýr og fugla aðeins sér til
ánægju. I hans huga var besti
þátturinn í þessu sá, að vita að
gæsirnar voru matur hans og vonir
um að refaskinnin og bjarnarfeldirnir
sem hann myndi ná myndu duga
honum til að kaupa sér einn vetur til
viðbótar á norðurslóðum. Hann drap
það sem hann þurfti og var þakklátur
fyrir það sem hann fékk.
Samt hafði hann hitt fólk, sem
hörfaði undan í viðbjóði þegar það
komst að því, að hann lifði af
veiðum. Þetta fólk taldi, að þar sem
einhver annar drap matinn þess, væri
það honum siðferðilegra æðra. Fyrst
þegar hann rak sig á þetta varð hann
yfir sig reiður í hvert sinn. Síðan lærði
hann að láta það sem vind um eyru
þjóta. Loks lærði hann að hlæja að
því.
Norðurslóðir höfðu kennt honum
þolinmæði og að virða lífíð. Það
hafði líka kennt honum fornan,
gleymdan sannleika: Líf étur, og
dráp er hluti af máltíðinni.
Biðin lengdist, en lauk svo þegar
fímm fuglar í viðbót birtust úti yfír
sjónum, bar hratt inn yfir ströndina,
svifu ákveðið inn yfír bakkana. Þeir
fóru fyrir framan hann, flugu hægar
núna og litu til beggja hliða til að
kanna lendingarstaðinn. Öftustu
gæsirnar tvær voru minni en þær sem
á undan fóru, flugu mjög þétt
saman. Ivar brá byssunni að öxl og
miðaði svo hann næði báðum
fuglunum. Þeir féllu snöggt og
þögult.
ERFITT VERK
Hann hafði varla náð að hlaða á ný
þegar enn eitt gæsapar kom í ljós
lengra úti, en þó innan skotmáls.
Hann lyfti byssunni, náði miðaði, en
hætti svo við. Þessar gæsir voru
stórar, fæturnir fölgrábleikir. Þetta
voru fullorðnir fuglar, sennilega
hjón. Líkurnar til að hann næði þeim
báðum voru næsta litlar. Þessar gæsir
para sig fyrir lífstíð og hann langaði
ekkert til að heyra skjálfandi og
nístandi hróp gæsar, sem kallar á
dauðan maka sinn.
Næstu sex klukkustundirnar skaut
hann, sótti feng sinn, hlóð og beið.
Hann náði 17 gæsum þennan
haustdag. Þúsundir gæsa höfðu
flogið hjá, og þúsundirí viðbót flugu
hátt yfír höfði hans. Hann horfði á
þær og hlustaði með vaxandi aðdáun.
Hvað stjórnaði þeim? Hvað dró þær
upp í kaldan vindinn og hélt þeim í
oddaflugi samkvæmt þeirra eigin
útreikningi og skipulagi? Hvernig
kusu þær sér forustu? Hvernig fóru