Úrval - 01.11.1977, Page 102

Úrval - 01.11.1977, Page 102
100 Stundirnar liðu hægt, en hann drap tímann með því að gera við aktýgi, þvo þvott, tálga pinna í gildrur og tala við Naiku. Hann svaf eins mikið og hann gat, og þegar leiðindi aðgerðarleysisins var að gera út af við hann, bakaði hann mánaðarbirgðir af brauði. Hann hnoðaði deigið af miklum ofsa til þess að slaka vöðvunum, sem voru orðnir spenntir af athafnaleysi. Ofviðrið blés síðustu ljósaskipt- unum út úr Hornsundi, og ekkert varð eftir annað en órofin óravídd myrkurs og snævar. En Ivar var áfjáður í að hefjast handa. Hann tók saman dótið sitt — poka fullan af rjúpnahausum í beitu, skóflu, Maus- er riffilinn og krús af skotum. Og Naiku. Það var fullkomið koppalogn þegar hann renndi sér á skíðunum í sveig í áttina til sléttlendisins í Refadal, þar sem hann hafði lagt fyrstu gildmlögnina sína. Nýsnævið, sem vindurinn hafði rekið saman í harða skafla, marraði undir þunga hans. Uppi yfir blikuðu stjörnurnar, kaldar og harðar. Eina klukkustund um miðjan daginn týndust stjörn- urnar í gráma sem minnti á dagsskímu, en að öðru leyti skinu þær allar sólarhringinn, eins og örsmá göt í feld heimskautanæmr- innar. Fyrsta gildran var umkringd snjó. Gildran sjálf var einföid. Timbur- fleki, á að giska þrír fjórðu úr fermeter, sem reistur var skáhallandi, ÚRVAL með 40 kíló af steinum ofan á. Beitan, rjúpuhausinn, var fest í pinnann, sem hélt flekanum á lofti öðmm megin. Ef tekið var i pinnann — beituna — féll flekinn niður með öllum sínum þunga. í þessari gildm var beitan ósnert, en hann skipti ekki um. Því minna, sem hann hand- fjatlaði beimna, þeim mun betri varð árangurinn. Fyrsti hluti vetrarins var tími hlaupadýranna — ungu refanna sem vom á faralds fæti upp á eigin spýtur í fyrsta sinn. Þeir vom hlaðnir orku og fullir af forvitni og sulti. Þeir flæktust því langt og víða. Þessi dýr urðu þau fyrstu, sem kæmu í gildmrnar. Síðar, þegar flest óvar- kámstu hlaupadýrin hefðu náðst, myndi hægjast um gildmveiðina. Þá yrði ekkert eftir annað en slóttugu fullorðnu dýrin og varkám ungu dýrin. Þá yrði Ivar að gæta þess ennþá betur að ekki fyndist minnsti aukaþefur og stilla pinnana þannig að þeir féllu við mjög lítið átak. Um leið og hann renndi sér að næstu gildru, heyrði hann marra og bresta í sjávarísnum þegar hann seig á útfallinu. Hann hvessti sjónir út í rymjandi sortann en sá ekkert. Heimskautanóttin hafði gleypt allar skepnur. En reynslan og tilfínningin sögðu honum, að sjávarísinn væri orðinn heldur fyrir ráfandi flökku- birni. Hann lokaði augunum og stóð grafkyrr, hélt niðri í sér andanum og hlustaði af alefli eftir einhverju því,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.