Úrval - 01.11.1977, Side 104

Úrval - 01.11.1977, Side 104
102 URVAL greint. Engin hreyfing sjáanleg. Svo heyrði hann langt að lágt rýtið í bjarndýri í leit að bráð. Naika svaraði, djúpt niðri í brjóstkassa. Þegar Ivar var laus við skíðin og stafina, gekk hann í hringjum í átt að hálsinum, leitaði að Sporum. Hann sá bjarndýrið fyrir sér' einhvers staðar hinum megin við dragið. Hann vissi, að það hafði veður af lífveru sem kom til móts við það, vagaði með ruggandi hausinn ofan á löngum, liðugum hálsinum, nasandi út í loftið, bíðandi. Naika urraði aftur, en hann gerði ekkert til að þagga niður í henni. Ef hún gæti dreift athygli bjarndýrsins, var það mjög ákjósanlegt. Hann hafði enga löngun til að fá yfir sig 400 kílóa bjarndýr í árásarhug, þegar hann sá ekki nema rétt um fjóra metra fram fyrir sig. Hann færði riffilinn yfir í vinstri höndina og sparkaði upp steini með fætinum. Svo tók hann upp steininn og kastaði honum hljóðlega yfir hæðadragið. Loks heyrði hann í dýrinu. Það var milli hans og kofans. Það var ógerningur að reyna að komast fram hjá bjarndýrinu, því síður að bíða eftir því að það álpaðist burtu. Því lengur, sem hann biði, því kaldara yrði honum. Bráðum gæti hann ekki reitt sig á ósjálfráðu viðbrögðin. Fætur hans voru farnir að dofna, og honum var auk þess kalt af hungri. Hann fikraði sig eins hljóðlega og honum var unnt upp á hálsinn, en þegar hann var kominn svo að hann sá yfir, komst hann að raun um að staðurinn, þar sem hann taldi björninn vera, var auður. Hann leit snöggt til hægri, út á ísi lagðan fjörðinn. Þar var ekkert. 1 sama bili sá hann votta fyrir hreyfingu út undan sér til hægri. Hann snarsneri sér þangað og stóð augliti til auglitis við bjarndýr í aðeins um fjögurra metra fjarlægð. Bjarndýrið stóð bak við stein og stökk nú fram, snöggt eins og köttur og drápsfúst. Hann skaut ósjálfrátt. Hann rétti byssuna armslengd fram undan sér og tók í gikkinn. Hann sá ekki betur en hlaupið snerti skepnuna um leið og blossinn kom fram úr því, og þlýkúlan þrengdi sér gegnum hjarta og bein. Björninn var enn ekki hreyfingar- laus, þegar Ivar spennti byssuna aftur, tilbúinn að skjóta á ný. Svo fikraði hann sig spölkorn út með slóð bjarndýrsins til að vita hvort fleiri hefðu verið á ferð. Svo hafði ekki verið. Fyrstu flökkubirnir myrkursins voru það venjulega, en „venjulega” var ekki nóg þegar bjarndýr voru annars vegar. Hann skoðaði skepn- una. Þetta var karldýr, heldur smátt, líklega ekki nema svo sem 350 kíló. En hann hafði ekki fargað birnu og var ánægður með það. Hann rétti úr sér og naut þeirrar vitundar að líf hann hafði verið að veði og hann hafði sigrað. Hann gekk hægt að steini og settist. Naika kom til hans og settist milli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.