Úrval - 01.11.1977, Síða 110

Úrval - 01.11.1977, Síða 110
108 LJRVAL ósjálfrátt, augun slöpp því það var ekkert til að hvessa sjónir á. Fredrik fagnaði honura með breiðu brosi og hressilegu banki á bakið. Kvöldið og næsta dag töluðu þeir, átu, drukku skota, sögðu hrikalegar sögur, tefldu og sungu uppáhalds jólasálmana sína, og svo var kominn tími til að Ivar sneri aftur heim. Fredrik sagði að veðurútlitið væri ekki gott. Ivar hlustaði á vindinn og yppti öxlum. í nokkrar klukkustundir fór hann án þess að hugsa eða vita verulega af sér. Veðurskynið sagði honum að stormur væri í nánd og hann herti á Svarti. En stormurinn skall á þeim spottakorni áður en þeir komu að Refadal. Fyrstu mjúku, votu snjó- flyksurnar þutu fram hjá höfði hans, lárétt, flugu fyrir þungum stormi. Þær þöktu andlitið á honum og honum varð óhægt um andardrátt. Hann hélt samt áfram, skyggnið var um einn meter. Hann vissi að hann var kominn að Refá þegar hann fann að skíðin steyptust fram af bakkanum. Hann rann á bakinu nokkrar sekúndur áður en hann stöðvaðist í hundaþvögunni innan um dráttartaugar, sleða og skíði. Snjórinn var djúpur og mjúkur í hléi við bakkann og það tók hann nokkrar mínútur að rísa upp aftur. Hann hugsaði ráð sitt. Síðustu tvo tímana hafði hann aðeins farið um hálfan annan kílómeter, og hann var ennþá minnst sex kílómetra frá kofa sínum. Hann var þreyttur. Þótt hreyfingin hefði haldið hita á honum, vissi hann að fyrr eða síðar myndi kuldinn sjúga úr honum síðustu orkuna og ylinn. Það leyndi sér ekki að frostið fór harðnandi. Vindurinn svarf snjó- flögurnar í örsmáar nálar. Fárviðri var að skella á. Það var betra að láta fyrirberast hér heldur en halda áfram þar til veðrið svifti hann öllu öðru en lönguninni til að hnipra sig saman og sofa. Því fyrr sem hann græfi snjóhús og kæmist í skjól, því meiri líkur hafði hann til að lifa af. Hann fálmaði eftir vasaljósinu sínu og leitaði svo að skóflunni á sleðanum. Gamlir vindar höfðu drifið harðan skafl í geil í árbakkann. Skaflinn var nærri þriggja metra þykkur. Hann hófst handa með skófluna og gerði meters víð göng í stefnu inn í árbakkann. Við enda þeirra gerði hann hólf um tveggja metra langt, meters breitt og meter undir loft. Hann hélt vettlingaðri höndinni fyrir vitum sér meðan hann athugaði hundaeykið. Hundarnir höfðu komið sér fyrir í skjóli af árbakkanum, ef skjól skyldi kalla, lögðu skottin yfir trýnin og snem baki í storminn. Þeir vom óðum að hverfa undir snjóinn, sem skóf að þeim. Innan lítillar smndar yrði þeim jafn hlýtt og Ivari í skýli sínu, ef ekki hlýrra. Hann tók svefnpokann sinn, tjaldið og prímusinn og hælaði það niðurí snjóinn innan við opið. Hann hefði getað tjaldað úti og sparað sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.