Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 110
108
LJRVAL
ósjálfrátt, augun slöpp því það var
ekkert til að hvessa sjónir á.
Fredrik fagnaði honura með
breiðu brosi og hressilegu banki á
bakið. Kvöldið og næsta dag töluðu
þeir, átu, drukku skota, sögðu
hrikalegar sögur, tefldu og sungu
uppáhalds jólasálmana sína, og svo
var kominn tími til að Ivar sneri aftur
heim. Fredrik sagði að veðurútlitið
væri ekki gott. Ivar hlustaði á vindinn
og yppti öxlum.
í nokkrar klukkustundir fór hann
án þess að hugsa eða vita verulega af
sér. Veðurskynið sagði honum að
stormur væri í nánd og hann herti á
Svarti. En stormurinn skall á þeim
spottakorni áður en þeir komu að
Refadal. Fyrstu mjúku, votu snjó-
flyksurnar þutu fram hjá höfði hans,
lárétt, flugu fyrir þungum stormi.
Þær þöktu andlitið á honum og
honum varð óhægt um andardrátt.
Hann hélt samt áfram, skyggnið var
um einn meter.
Hann vissi að hann var kominn að
Refá þegar hann fann að skíðin
steyptust fram af bakkanum. Hann
rann á bakinu nokkrar sekúndur áður
en hann stöðvaðist í hundaþvögunni
innan um dráttartaugar, sleða og
skíði. Snjórinn var djúpur og mjúkur
í hléi við bakkann og það tók hann
nokkrar mínútur að rísa upp aftur.
Hann hugsaði ráð sitt. Síðustu tvo
tímana hafði hann aðeins farið um
hálfan annan kílómeter, og hann var
ennþá minnst sex kílómetra frá kofa
sínum. Hann var þreyttur. Þótt
hreyfingin hefði haldið hita á
honum, vissi hann að fyrr eða síðar
myndi kuldinn sjúga úr honum
síðustu orkuna og ylinn.
Það leyndi sér ekki að frostið fór
harðnandi. Vindurinn svarf snjó-
flögurnar í örsmáar nálar. Fárviðri var
að skella á. Það var betra að láta
fyrirberast hér heldur en halda áfram
þar til veðrið svifti hann öllu öðru en
lönguninni til að hnipra sig saman og
sofa. Því fyrr sem hann græfi snjóhús
og kæmist í skjól, því meiri líkur
hafði hann til að lifa af.
Hann fálmaði eftir vasaljósinu sínu
og leitaði svo að skóflunni á
sleðanum. Gamlir vindar höfðu
drifið harðan skafl í geil í árbakkann.
Skaflinn var nærri þriggja metra
þykkur. Hann hófst handa með
skófluna og gerði meters víð göng í
stefnu inn í árbakkann. Við enda
þeirra gerði hann hólf um tveggja
metra langt, meters breitt og meter
undir loft.
Hann hélt vettlingaðri höndinni
fyrir vitum sér meðan hann athugaði
hundaeykið. Hundarnir höfðu komið
sér fyrir í skjóli af árbakkanum, ef
skjól skyldi kalla, lögðu skottin yfir
trýnin og snem baki í storminn. Þeir
vom óðum að hverfa undir snjóinn,
sem skóf að þeim. Innan lítillar
smndar yrði þeim jafn hlýtt og Ivari í
skýli sínu, ef ekki hlýrra.
Hann tók svefnpokann sinn,
tjaldið og prímusinn og hælaði það
niðurí snjóinn innan við opið. Hann
hefði getað tjaldað úti og sparað sér