Úrval - 01.11.1977, Page 114
112
ÚRVAL
Að morgni árlangs dags: Ivar með
hundaeyki sitt á ísi lögðum firðinum
Sólin reis í allri sinni dýrð.
Ivar deplaði augunum og upp-
götvaði svo að hann stóð með húfuna
í hendinni og tárin frosin á
kinnunum. Hann setti húfuna á sig
aftur og settist á ný, drakk í sig
litadýrð heimsins sem sólin hafði
gefið honum einu sinni enn. Og
meðan hann sat þarna, fölnaði
litasynfónían. Aðfall myrkursins
gjálfraði um fjallaræturnar og flæddi
síðan upp eftir uns aðeins tindarnir
voru eins og eyjar bryddaðar birtu.
Sólin var að setjast, hálfur skjöldur,
örlítil eldrák, horfin. Þessi hálfrar
klukkustundar dagur var liðinn.
HURÐ NÆRRI HÆLUM
Hörð blábrýnd sólarbirta miðmars
lá yfir Hornsundi. Búið var að loka
refagildrunum, því nú fór eðlunar-
tími refanna í hönd. Héðan í frá þar
til snjórinn og ísinn hyrfu í fyrstu
þeytivindunum í maí eða júní yrði
Ivar á einlægum ferðalögum með-
fram firðinum í leit að bjarndýrum.
Ef hann hefði verið nógu auðugur
til að dvelja við Hornsund án þess að
veiða hefði hann gerð það með mestu
ánægju. En til þess að borga fyrir
dvöl sína á heimskautaslóðum þurfti
hann á því að halda að ná í alla þá tíu
hvítabirni, sem stjórnin hafði leyft
honum að veiða, og alla þá refi sem
hann gat lokkað í gildrur sínar. Hann
hafði hvorki unun af að drepa né
andstyggð á því. Hann hafði komist
að því að ef maður kaus að lifa eins
og ísbjörn varð maður að drepa með
sama jafnaðargeði og björninn,
ánægjulaust og iðrunarlaust.
Síðla í apríl hafði hann náð níu
bjarndýrum. Hann hafði áhyggjur af
því tíunda, hann gat ekki reitt sig á
að hafa nægan tíma og ís til þess að
komast eina veiðiferð ennþá.
Nú var ekkert lát á morgunbirt-
unni við Hornsund. Þar sem sólin
skein í klettagjá svo að klettarnir
spegluðu ljósið og endurvörpuðu því