Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 116
114
ÚRVAL
yfír staðinn þar sem björninn hafði
verið en sá hann hvergi. Eftir
hálftíma hlaup og klöngur í viðbót
var hann staddur á íshellu um-
kringdri ísdröngum. Tíu metrum frá
honum lá björninn á ísnum. Þegar
hann heyrði Ivar nálgast, spratt hann
á fætur.
Ivar lyfti rifflinum og skotið
bergmálaði út yfir ísinn. Björninn
lyppaðist niður í snjóinn.'Ivar gekk
varlega í kringum dýrið á verði fyrir
hreyfíngu. Svo potaði hann í annað
augað með rifflinum. Engin hreyf-
ing. Hann litaðist um hvort fleiri
bjarndýr væru í nánd en dró svo fram
fláningshnífinn og kraup.
Hann sá tuttugu metra sprungu —
opinn, tæran sjó — milli sín og
norðurstrandar Hornsunds, og nú
leið drjúg stund sem honum fannst
allur máttur úr sér dreginn.
UNDUR ELDSINS
Jafnvel meðan hugur hans neitaði
að viðurkenna að hann væri strand-
aður á molnandi ísjaka var líkami
hans á leið niður af íshrauknum og
hlaupinn af stað meðfram skörðóttri
sprungunni, sem srfellt stækkaði.
Hann leit aðeins einu sinni um öxl og
það sem hann sá kom honum til að
herða hlaupið: Fyrir aftan hann var
sundið orðið hálfu breiðara. Hann
hljóp áfram, þar til hann kom
þangað sem sprungan var aðeins um
fimm til sex metrar. Lengra breikkaði
hún aftur.
Hann nam ekki staðar til að hugsa
eða blása mæðinni, heldur fleygði
rifflinum yfír sprunguna. Áður en
riffillinn var lentur var Ivar á sundi í
ísköldum sjónum. Hann komst yfir í
þrem sundtökum og teygði fram
tilfinningalausar hendurnar til að ná
taki á metershárri ísskörinni. Hann
missti takið, en síðan náði hann nógu
góðri festu til þess að rykkja sér upp
úr og velta sér upp á brúnina.
Hann sveiflaði rifflinum um öxl og
hljóp aftur af stað, barði höndunum
við axlir og læri og reyndi að fá blóðið
aftur fram í fingurna sem hann fann
ekki lengur fyrir. Hann hljóp og sá
ísinn hrynja af freðnum fötum sínum
og spmngur opnast allt í kringum
sig. Hann hljóp, stökk yfir spmngur
frá jaka til jaka, skrikaði, náði
jafnvægi, hljóp, barði hvítum hönd-
um við klakabrynjuna utan á sér,
stefndi með áköfum hjartslætti á
ströndina sem var tveggja tíma ferð í
burtu. Fyrir aftan sig heyrði hann
ógnþmngna brestina í ísnum sem
molnaði, dmnurnar er hrannir féllu
niður, endalaust marrið í ísnum sem
var að liðast í sundur.
Einhvers staðar varð honum Ijóst
að hann hljóp yfir skíðaförin sín og
beygði ósjálfrátt til að fylgja þeim.
Hann barði sér í takt við hjartsláttinn
og hljóp eftir sinni eigin slóð,
verkjaði í fætur og lungu, hljóp og
mundi ekki lengur til þess tíma er
hann hafði ekki flúið yfir molnandi
ís, stökkið yfir skyndilegar spmngur,