Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 121
NOl, FLODIÐ OG VISINDIN
119
11.600 árum, og fornleifafræðinga,
sem hafa túlkað skrif manns sem
uppi var svo sem átta þúsund árum
síðar.
ÖRK UTA-NAPISHTIMS. Fyrst
skulum við líta á hlut fornfræðing-
anna. Hann hófst með rústum
Níníve, höfuðborgar Assiríu og
miðstöð lastanna samkvæmt frásögn
Biblíunnar. Þessi borg stóð þar sem
áður hét Mesópótamía en nú írak.
Þar í nándinni hófst menning
Súmera, sem margir fornfræðingar
telja fyrstu menningu mannsins, fyrir
um 5.500 árum. Og þar fann breski
áhugafornfræðingurinn Sir Henry
Layard þúsundir leirtaflna árið 1850.
Þessar töflur voru fluttar til British
Museum. Þar hóf hópur hæfustu
vísindamanna að ráða þær framandi
rúnir, sem ritaðar voru á töflurnar.
Meðal þeirra, sem rýndu í rúnirnar,
var maður að nafni George Smith,
leikmaður í Assiríufræðum, mynda-
mótagrafari fyrir peningaseðla að
starfi. Hann kom til safnsins á
kvöldin og dvaldi þá klukkutímum
saman við að rýna í þessi tákn, sem í
augum venjulegra manna voru engu1
líkari en fuglasparki á leiru.
Eitt kvöldið tók hann upp leirflís
sem þá hafði nýlega verið hreinsuð,
og tók að lesa með vaxandi
spenningi, á assirísku, frásögn af
flóðinu. Það sem Smith las var
babýlonsk útgáfa af flóðinu í ljóði,
sem kallast Gilgamesljóð. Það segir
frá manni að nafni Uta-napishtim og
konu hans, sem gerðu sér skip og
urðu þau einu til að komast af úr
alheimsflóði.
Líkingin við söguna af Nóa var svo
sláandi, að það gat varla verið
tilviljun. Og þar sem persónur frá
Babýlon koma mjög við sögu í
ýmsum öðrum frásögnum Biblíunn-
ar, töldu margir vísindamenn að
þessar tvær frásagnir gætu verið að
segjafrásamastaðbundnaflóðinu, ef
til vill flóði í ánum Efrat og Tígris,
sem renna sín hvorum megin
Mesópótamíu út í Persaflóa. Enn
fleiri vísindamenn neituðu þó að trúa
að hinir fornu babýlonsmenn væru
að segja frá atburði, sem raunveru-
lega hefði gerst.
Fimm árum síðar, 1877, kostaði
Pennsylvaníuháskóli fyrsta banda-
ríska fornleifaleiðangurinn til Mesó-
pótamíu. Við fjögurra ára uppgröft í
fornsúmeraborginni Nippur dró um
50 þúsund rúnatöflur fram í dags-
ljósið og er enn verið að rannsaka
þær. Þeirra á meðal var 3700 ára
gamalt töflubrot með aðra frásögn af
flóðinu sem sagt er frá í Gilgamels-
ljóðum.
,,RÉTTA SVARIД. Síðan gerðist
það 1922, að enskur fornfræðingur,
Sir Leonard Wooley, tók að grafa í
eyðimörk Mesópótamíu miðja vega
milli Baghdad, höfuðborgar fraks og
Persaflóabotns. Þar stóðu brot af
mannvirki upp úr sandinum, brot af
hofturni sem merkti þann stað er eitt
sinn stóð norgin Úr, fyrrum ein af