Úrval - 01.11.1977, Page 122

Úrval - 01.11.1977, Page 122
120 LJRVAL aðalborgum Súmera. Þegar grafarar Sir Leonards komu ofan í sandinn gerðu þeir merkilega uppgötvun, þeir fundu konunglega kirkjugarðinn í Or. Ásamt kóngum og fyrirfólki Súmera höfðu þar verið lagðir í jörð margir fágætusm dýrgripir: Hjálmar, sverð, hljóðfæri og önnur listaverk úr gulli, silfri og dýrum steinum. Og þar var fleira: Ásamt listilegu hand- bragði og þróaðri tækni komu fram í dagsljósið furðulegar sögulegar heimildir, sem skráðar höfðu verið í leir. Áður en Sir Leonard hóf gröftinn höfðu vísindamenn undir höndum svokallaðan lista yfír konunga Súmera, konungasögu Súmera í grófum dráttum. En þeir festu ekki mikinn trúnað á hana. „Sagan hefst með konungi, sem ríkti ,,fyrir flóðið”,” sagði Sir Leonard. ,,Og veldistími átta konunga spannar yfír 241.200 ár samtals. Það er tímalega séð fáránlegt.” En nú fann hann áletranir í Or með sömu nöfnum og gat að líta á konungslistanum, þar á meðal ættföður fyrsm konungsættarinnar í Or. Fram að því hafði verið talið að frásögn um veldi hans væri þjóðsagan ein. Nú varð hún að sagnfræði. Samkvæmt konungalistanum hófst veldistími fyrsm konungsættarinnar eftir flóðið. Sir Leonard komst að þeirri niðurstöðu, að kirkjugarðurinn væri eldri, þó aðeins lítið eitt eldri, en fyrsta konungsættin í Or. Þess vegna hlaut háþróuð menning að hafa verið til fyrir daga fyrsm konungsættar- innar. En þótt fleiri heimildir töluðu um konungsættir fyrir flóð, var engin efnisleg sönnunargögn að fínna fyrir því, að Súmerar hefðu ekki einfald- lega kviknað þarna í eyðimörkinni eins og frjóangar af fræi eftir regn. Þegar Sir Leonard hafði grann- skoðað allar líkur og sannanir, ákvað hann að grafa dýpra, niður fyrir grafirnar. Verkamennirnir grófu gegnum meters lag af molnuðum leirsteinum, ösku og brotnum leir- ílámm. ,,Svo var því allt í einu lokið,” skrifaði Sir Leonard Wooley. ,,Engin leirkerabrot, engin aska, aðeins hreinn vatnsleir.” Arabísku verkamennirnir ofan í gröfínni sögðu Sir Leonard að þarna væri ekki meira að finna og vimrlegra væri að bera niður annars staðar. En Sir Leonard var einkar þrár. Svo það var haldið áfram að grafa, gegnum nærri þriggja metra lag af hreinum leir, þar til verkamennirnir komu allt í einu upp rneð áhöld úr tinnu og brot af leirkerjum sérkennandi fyrir menningu síðsteinaldar. Sir Leonard klöngraðist niður í holuna, horfði á leirveggi hennar, skrifaði eitthvað í kompu sína, kallaði síðan á tvo starfsmenn sína og spurði hvort þeir gæm skýrt þetta fyrirbrigði. ,,Þeir vissu ekki hvað þeir átm að segja. Ég lagði sömu spurningu fyrir konu mína, og hún sagði blátt áfram, um leið og hún sneri frá: ,,Nú, þetta er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.