Úrval - 01.11.1977, Side 124

Úrval - 01.11.1977, Side 124
122 URVAL háskóla. Báðar rannsóknirnar lciddu í ljós sláandi breytingu á saltinnihaldi og gáfu sannfærandi sönnun fyrir því, að gríðarlegt flóð af fersku vatni hefði ruðst fram í Mexíkóflóa. Jarðefnafræðingurinn Jerry Stipp við Miamiháskóla beitti geislakolvetnis- aðferð til að aldursgreina hvenær þetta hefði verið, og komst að þeirri niðurstöðu að flóðið hefði orðið fyrir 11.600 árum. ísöldin síðari hófst fyrir um 30 þúsund árum og náði hámarki fyrir um 18 þúsund árum. Um það leyti voru Kanada og norðurríki Banda- ríkjanna þakin íshettu öllu stærri þeirri, sem þekur suðurskautslandið núna. Minni íshella hvíldi yflr norður Evrópu og vestur Síberíu. Þessar íshellur og aðrir jöklar á háfjöllum heimsins höfðu dregið til sín nægilega mikið af vatni heimsins til þess að lækka sjávarborðið um fast að hundrað metra miðað við það sem nú er, og fólk tók að festa sér byggð á landi sem nú er marga faðma undir sjó. „Fyrir um 11.600 árum þiðnaði norðurameríska íshettan mjög skyndilega,” segir Emiliani. ,,ótrú- leg ósköp af vatni flæddu fram í Mexíkóflóa og olli vatnshækkun, sem breiddist um heimshöfin eins og risavaxið aðfall, sem nær um alla jarðarkringluna á tuttugu og fjórum klukkustundum. Fólkið neyddist til að flýja upp á hærra land, og þessar miklu hamfarir hafa skapað minn- inguna um alheimsflóðið. ” Sú mynd, sem hér er brugðið upp, er af hamslausum hamförum — af rokna ísfjöllum sem molna af hrynjandi jöklinum, skellast ofan í Missisippifljót og berast með því fram í Mexíkóflóa. Samtímis þíddi hlýnandi loftslag ísinn og meira vatn geystist fram, sumt út í Atlantshafið fram um Hudsonárdal og sumt út í Kyrrahafið um Snake- og Columbia- árdalina. ,,En langt mest vall fram Missisippidalinn fram í Mexíkóflóa,” segir Emiliani. ,,ENGINN VAFI”. Ekki eru allir á einu máli um, að það sem komið hefur í Ijós sé sönnun fyrir flóðinu, sem sagt er frá í Biblíunni og Gilgamesljóðum. Sumir jarðfræð- ingar bera brigður á þá leið sem Emiliani telur að leysingavatnið hafi farið niður Mississippi. Aðrir efast um að það hafi nokkurn tíma komið fram í Mexíkóflóa, heldur að það hafí mestan part dunað fram St. Lawrancefljót út í Atlantshafið eða safnast saman um tíma í jökullónum síðjökulskeiðsins. Emiliani telur allar spurningar og gagnrök smáræði hjá þeirri einföldu staðreynd, að óhemju ósköp af fersku vatni hafí ruðst fram í Mexíkóflóa. ,,Við vitum þetta,” segir hann, ,,vegna þess að hlutfall súrefnisísó- tópanna í foraminiferaskeljunum sýnir áberandi tímabundna minnkun á saltmagni sjávarins í Mexíkóflóa. það sýnir greinilega að mikið flóð hefur orðið fyrir milli 12 þúsund og 10 þúsund árum, með hámarki fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.