Úrval - 01.01.1979, Page 8

Úrval - 01.01.1979, Page 8
6 IJRVAL sólinni, svo ég lét starfsmennina um vinnu stna og fór inn í flugstöðina. Þegar ég kom aftur, var búið að láta eldsneyti á vélina. Okkur lá á, og vildum komast sem fyrst upp í svalandi hæðir. (Það er alltaf ógáfulegt að flýta sér á loft.) Vélin var hlaðin flugvélavarahlutum, sem bjargað hafði verið úr flugvélaflökum eftir slys á ,,Kryppunni”, þar sem flugslysin voru óhugnanlega tíð. Sumir hlutarnir voru greinilega þungir, en enginn vissi nákvæmlega hve þungir. Það var venjan að hlaða hverja vél þangað til hún leit út fyrir að vera,,full”. Ég beið eftir því að mótorarnir fjórir gæfu mestan kraft, áður en ég losaði hemlana. Vélin jók hraðann skelfilega hægt. Þegar þriðjungur flugbrautarinnar var að baki vorum við aðeins komnir á 80 km hraða, og The Gremlin Castel sýndi engin merki þess að hún hyggðist fara á loft. Ég hefði þar og þá átt að stöðva vélina, því þá hafði ég meira en nóg svirúm til þess. Þegar flugbrautin var hálfnuð, varð ég að taka ákvörðun á sekúndubroti um hvort ég hætti við flugtak eða ætlaði mér á loft. Og ég hélt áfram. Hraðanálin titraði við 145 kílómetra hraða. Hefðum við reynt að stöðva þá hefðum við lent í trjáþyrpingunni við enda flugbrautarinnar. Á að giska 300 metra frá trjánum þokaðist flugvélin upp af malbikinu. Ég þorði ekki að hvika um gráðubrot frá beinni stefnu því við máttum ekki við því að missa einn einasta kílómeter af flughraðanum. Við gátum auðveldlega talið laufin á bylgjandi trjáteppinu framunda. Ég beið bjargarlaus eftir að heyra fyrstu hljóð árekstursins. Það tók eilífðarinnar tíma að svifaseinn lendingarbúnaðurinn hypjaði sig heim til sín upp í vængina. Titringurinn hætti loksins þegar vinstra hjólið hafði loksins komið sér fyrir, og mér létti heldur, því að nú fór þetta að verða eitthvað í líkingu við normalt flug. Við héldum allir niður í okkur andanum og spenntum okkur fram í sætis- beltunum eins og til að leggja vélinni það lið sem lítilfjörlegir líkamskraftar okkarleyfðu. Milli okkar fór ekki eitt aukatekið orð. Ekkert heyrðist nema erfiðsmunaöskrið í mótorunum. Fáeinum sekúndum seinna blasti það við mér, sem aldrei hefur losnað frá innri sjónum mínum síðan. Taj Mahal stóð nærri beint framundan. Við vorum talsvert lægra en glitrandi hvolfþakið. Ég reyndi að sjá ekki hvað það nálgaðist hratt. Það leyndi sér ekki, að við myndum fljúga lista- verkið niður. Við skyldum trjálundinn eftir fyrir aftan okkur og sigum niður í loftpollinn yfir ánni Jumna. Ég skildi alls ekki hvers vegna The Gremlin Castel vildi ekki fljúga almennilega. Við fórum yfír ána í línu sem var enn neðan við hvolfíð á Taj Mahal. Nú sýndist sem vinstri vængurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.