Úrval - 01.11.1982, Page 3

Úrval - 01.11.1982, Page 3
1 11. hefti 41. ár Úrval Nóvember 1982 Hópur til þess kjörinna manna er að baslast við að stjórna þessu landi. Á ýmsu gengur þar á bæ, enda er stundum ekki gott að átta sig á hvort verið er að reyna að ná sem arðsömustum búskap til hagsældar fyrir allt vinnufólkið eða hvort þeir sem fyrir búinu standa á einn og annan hátt eru einfaldlega að reyna að bregða fæti hver fyrir annan til þess að reyna að láta bala sem mest á sér. Þar að auki er einkennileg sú árátta hjúanna að vera sífellt með einhvern prívatuppsteyt og hjúahópa að vilja fá meira en aðrir. Um þessar mundir eru líklega allir pólitíkusar landsins sammála um að harð- ara sé í ári en oft endranær. Þetta kemur meðal annars fram í merkilegri laga- smíð sem gerð var á úthallandi sumri og kallast bráðabirgðalög. Ekki verður betur séð um þessar mundir en allir flokkar og flokkspartar séu þeim sammála í hjarta sínu. Að minnsta kosti eiga þau að fá að taka gildi í friði fyrir öllum. Mál málanna meðal nafnbótarmanna búsins um þessar mundir virðist fremur vera togstreita um dagsetningu fyrir nýjar alþingiskosningar heldur en samkomulag um hvernig reka eigi þjóðarbúskapinn svo flestir geti þolanlega við unað. Eitt af því sem felst í þessum bráðabirgðalögum, sem virðast eiga að gilda fyrst um sinn til bráðabirgða, er ákvæði um að samkomulag það sem „aðilar vinnumarkaðarins’ ’ gerðu með sér fyrr á þessu ári skuli ekki gilda til fulls held- ur skuli inn í það koma eitthvað sem er víst kallað , ,skerðing vísitölu” og þýðir einfaldlega að launþegar fá ekki eins mikið kaup og forkólfar þeirra sömdu um að þeir fengju. Sem sagt, þessir „frjálsu samningar” sem gerðir voru eiga ekki að gilda heldur er kaup samkvæmt þeim skert með lagaboði. En hvað skeður? Jú, þrýstihópur innan þjóðfélagsins, bókagerðarmenn, hefur ákveðið að frá og með fyrsta desember fari hann í verkfall. Það gera bókagerðarmenn til að þetta skerðingarákvæði bráðabirgðalaganna nái ekki til þeirra því út úr verkfallinu ætla þeir — að því er virðist — að semja aftur um það sama og þeir sömdu í sumar bráðabirgðalagalaust. Og sýnist sumum vand- séð hvort þeir eigi ekki fremur að semja milliliðalaust við ríkisstjórnina en veslings prentsmiðjueigendurna. Hvað svo? Takist þeim þetta verða allir hinir þrýstihóparnir sóma forsvars- manna sinna vegna að fara sömu leið. Hvar er þá komið skerðingarákvæði bráðabirgðalaganna? Eða munu forráðamenn búsins setja undir þennan leka og skipa að allir sitji við sama borð með skerðingu og öllu saman? Eða er ein- faldlega verið að efna til skrípaleikja? _ .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.