Úrval - 01.11.1982, Qupperneq 9
7
A bak við pílagrímsför okkar til að vera með þeim sem
okkur eru kærastir á jólunum liggur ævaforn saga. Hvöt-
in tilað vera heima á jólunum er mjög sterk.
ÁJÖLUNUM ER
HUGURINN HEIMA
— Marjorie Holmes —
***** JÖLUNUM liggja allar
*-------
*
iíí
*
Á
* leiðir heim. Troðfullar
^ flugvélar, lestir og
áætlunarbílar segja á
***** skýran hátt hvert allir eru
að fara — heim. Þrátt fyrir þröngina,
töfina og ringulreiðina höldum við
vel utan um jólapakkana og ljómum
af tilhlökkun. Við erum, líkt og fugl-
ar, rekin áfram af innri hvöt sem við
skiljum aðeins lítillega — hungrinu
eftir því að vera með okkar eigin fjöl-
skyldu.
Ef við erum nú þegar sest við arin-
inn okkar, umkringd stóru börnun-
um eða að bíða eftir einhverjum
hluta stóru barnanna, tekur hjarta
okkar hliðarhopp. í minningunni
ferðumst við aftur á bak til löngu lið-
inna jóla. Einu einni enn erum við
gagntekin spenningnum sem fylgir
því að hlusta á dularfullt skrjáfið í
umbúðapappír og glamur í ótrúleg-
asta jólaskrauti sem foreldrarnir töfra
fram á aðfangadagskvöld. Eða þá að
við minnumst jóla sem skapað hafa
þáttaskil í fjölskyldulífínu.
Ein minning er mér sérstaklega kær
— það voru jól í kreppunni, þegar
pabbi var atvinnulaus og við stóru
systkinin dreifð. Systir mín, Gwen,
og eiginmaður hennar, Leon, voru í
öðru ríki og væntu fyrsta barnsins
síns. Harold bróðir minn, sem
langaði til að verða leikari, var á
ferðalagi með leikflokki. Ég var á
lokaári í menntaskóla, um 700 kíló-
metra að heiman, og vann fyrir mér
jafnhliða náminu.
Skömmu fyrir jólafríið bauð yfir-
maður minn mér 50 dali — miklir
peningar — fyrir að hafa skrifstofuna
opna þær tvær vikur sem hann ætlaði
að vera fjarverandi. ,,Hvort ég þarfn-
aðist peninganna? Ég veit þú skilur
það, mamma,” skrifaði ég.