Úrval - 01.11.1982, Page 10
8
Ég bjóst ekki við svarinu sem ég
fékk: hinir krakkarnir gátu heldur
ekki komið! Fyrir utan litla bróður
minn, Barney, myndu þau vera ein
um jólin.
Fyrstu jólin okkar aðskilin! Þegar
sálmalögin hljómuðu um stigana og
gangar svefnherbergjaálmunnar
endurómuðu af hlátri stúlknanna,
sem voru að pakka niður til að fara,
jókst ömurleiki minn.
Svo var það kvöld nokkurt, þegar
svefnherbergjagangurinn var nærri
auður, að það var hringt til mín.
Þetta var langlínusamtal. ,,Gwen!”
sagði ég með öndina í hálsinum.
,,Hvað er að?” (í þá daga þýddu
langlínusamtöi slæmar fréttir.)
,,Sjáðu til. Hann Leon er búinn að
laga rafkerfíð í gamla skrjóðnum svo
við höldum að hann komist heim. Ég
hef hringt í Harold. Ef hann getur
mætt okkur á miðri leið kemst hann
með. En, ekki segja þeim heima frá;
okkur langar til að koma þeim á
óvart. Marj, þú verður að koma líka.
,,0, Gwen, ég vildi að ég gæti það,
en það er bara ekki hægt núna. ’ ’
Við lögðum á og ég fór í þungum
þönkum inn á herbergi mitt. Andar-
taki síðar hringdi síminn aftur. Það
var yfirmaður minn sem tilkynnti að
hann hefði ákveðið að loka skrifstof-
unni. Hjarta mitt tók kipp. Enn var
ég ekki orðin of sein til að komast
með stúlku sem bjó á neðri hæðinni.
Ég hljóp að herberginu hennar.
Hún sagði að bíllinn væri þegar
troðinn en ef ég vildi sitja á hnjánum
ÚRVAL
á einhverjum.........Pabbi hennar
beið niðri í gangi.
Þegar við hrúguðumst inn í mið-
stöðvarlausan bílinn var farið að
snjóa. Við ókum alla nóttina og sung-
um og föðmuðum hvert annað til að
halda á okkur hita. Við höfðum ekki
áhyggjur af því — hvernig gátum við
það? Við vorum að fara heim!
,,Marj!” Mamma stóð í dyragætt-
inni og hélt innisloppnum þétt að
sér, silfursprengt hárið flæddi niður
bakið, augun voru stór af undrun og
síðan ólýsanlegri gleði. ,,Ö, Marj!”
Ég gleymi aldrei þessum augum
eða faðmlagi hennar, svo mjúku og
hlýju eftir allan kuldann. Fæturnir
voru næstum freðnir en mér hlýnaði
eftir að foreldrar mínir höfðu gefíð
mér að borða og komið mér í rúmið.
Þegar ég vaknaði var það hljóðið í
sleðabjöllunum, sem pabbi hengdi
árlega á útidyrnar, sem vakti mig. Og
raddir. Litli bróðir minn hrópaði:
„Harold! Gwen! Leon!” Ómurinn af
kveðjum óvæntra samfunda, kossar
og spurningar. Síðan söfnuðumst við
öll í kringum eldhúsborðið eins og
við höfðum alltaf gert og sögðum
hvað á daga okkar hafði drifið.
,,Ég varð að fara á puttanum alla
leið til Peoria,” varsagt glaðlega. Það
var eldri bróðir minn sem hafði orðið.
,,Ég, fyrirliðinn!” Hann lyfti fajleg-
um tvílitum skóm með lausum sóla
upp. ,,I þessu!”
,,En til allrar hamingju ertu kom-
inn hingað.” Andlit pabba ljómaði.
Svo þyrmdi allt í einu yfir hann —