Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 19
,,SYNIR MÍNIR ERUADDRUKKNA!’ ’
17
skelfingu. Ég reyndi samt að sann-
færa sjálfan mig um að allt væri í lagi
með þau, annars myndu þau kalla á
hjálp. Ég færðist skáhallt t átt til
þeirra og sá að þau rak burtu. Ég gat
lesið hræðjluna í andlitum þeirra og
sá hvernig líkamar þeirra streittust á
móti. Ég kallaði: ,,Er allt í lagi?”
Með sjálfum mér bað ég um að svarið
yrði já. En svarið, sem ég óttaðist,
kom til mín yfir öldurnar. ,,Nei, það
er ekki í lagil"
Mennirnir voru sjávarmegin við
börnin og reyndu að beina þeim að
ströndinni. Þó þau syntu af öllum
kröftum miðaði þeim ekkert áfram.
Þau voru gagntekin skelfingu.
Ég hélt treglega í átt til þeirra.
Almáttugur! Hvað gat ég gert til að
koma tveim fullorðnum og fjórum
börnum heilu og höldnu upp á land?
Þegar best lét gat ég synt hundrað
metra í sundlaug bæjarins. Ötti og
ósjálfráð viðbrögð héldu mér gang-
andi. Nú fann ég undirölduna.
Geysilegur kraftur togaði í mig og
sogaði til fjölskyldunnar. Þrátt fyrir
hrópin og ringulreiðina heppnaðist
mér að grípa í handlegg lítillar stúlku
sem var næst mér. Einhvern veginn,
með kröftum sem hræðslan gefur
manni, tókst mér að losna úr hrylli-
legum krumlum undiröldunnar.
Þegar ég stauiaðist upp á grynningarn-
ar með litlu stúlkuna skaut óhugnan-
legri hugsun upp í huga minn: Láttu
hin eiga sig. Gleymdu þeim. Þú
getur ekki gert meira.
Felix, sem vissi ekki hvað var að
ske, var enn að bjástra við brettið sitt.
Brettið! Auðvitað. Ég öskraði yfir
öldugnýinn: ,,Komið með brettið!
Brettið, Felix!’’
Ben og Luke voru enn uppi á
ströndinni, þeir hnipruðu sig saman.
Pabbi ætlaði út á brettinu, héldu þeir
— eða svo sögðu þeir síðar.
En Felix hafði séð hvað var að ske
og í stað þess að koma með brettið til
mín skaust hann sjálfur í gegnum
öldurnarog buslaði ákaflega. Ég öskr-
aði til hans að koma til baka. En
stífur af hræðslu varð ég að fylgjast
með honum, hvernig hann klauf eina
öldu eftir aðra í árt að höfðunum sem
skoppuðu upp og niður með
öldunum.
Þegar hann hvarf bak við öldurnar
synti ég út í átt til hans. Allt í einu
skutust tveir grannir og stæltir líkamir
fram hjá mér. Ben og Luke klufu
öldurnar, sterkir, ungir armar spyrntu
þeim áfram. Hin fullkomna mynd
mín af jóladeginum var orðin að
engu.
Mér til furðu sá ég nú brimbretti á
öldufaldi. Felix var á leiðinni til baka.
Tvö börn voru á brettinu fyrir framan
hann og litli drengurinn minn reri
með höndum og fótum til að bjarga
lífinu. Ég hjálpaði honum og saman
tókst okkur að koma brettinu inn á
grynningar og koma börnunum á
land.
En drengirnir mínir, Ben og Luke,
voru ennþá úti! Brimbretti voru réttu
tækin; ég varð að fá fleiri bretti. Ég
hljóp nokkur skref í átt til brimreiðar-