Úrval - 01.11.1982, Page 38
36
URVAL
sem hafa það verk með höndum að
drepa flækingshunda. Það gera þeir
með því að blása á þá eiturörvum og
hitta í hverju skoti. Þetta minnti mig
á að borgarstæðið var áður frumskóg-
ur þar sem Djakar bjuggu en þeir
stunduðu hausaveiðar til skamms
tíma.
Djakarnir taka frumskóginn enn
fram yfir borgarlífið og ef farið er 18
km upp eftir Limbangánni má sjá eitt
af einkennilegu löngu húsunum
þeirra. Þetta fóik býr inni í miðjum
frumskóginum á meðal trjónuapa og
orangútana og algengt er að hundrað
fjölskyldur búi undir sama þaki.
í Brunei hefur tekist furðu vel að
blanda saman gamla og nýja tíman-
um. Á fimmtándu öld var ríkið lén
stórveldis múhameðstrúarmanna,
Malakka. Þegar það Ieið undir lok
varð Brunei sjálfstjórnarríki sem
teygði sig yfir alla Borneó, mikinn
hluta Malaja og alla leið norður til
Manilla.
En þegar Spánverjar tóku Filipps-
eyjar og Hollendingar Jövu og hluta
af Borneó minnkaði soldánsríkið að
mun. Sjórán urðu aðaltekjulind
manna og oft mátti sjá 200 skipa flota
sigla um Suður-Kínahaf.
Er valdahlutföllin röskuðust sá
Englendingur nokkur, James Brooke,
sér leik á borði. Hann var ævintýra-
maður og 'yrrum foringi Austur-
Indíasveitauua sem hjálpuðu til við
að bæla niður uppreisn Djaka árið
1843. Að launum fékk hann hluta af
Sarawak. Brooke og eftirmenn hans,
sem kölluðu sig „hvítu rahjana”,
unnu að því jafnt og þétt að færa út
ríki sitt og að lokum komust þeir svo
langt að Brunei stóð ógn af.
Árið 1888, þegar Bretar stofnuðu
þar verndarríki, var Brunei jafnstórt
og það er nú eða rúmlega 5000 fer-
kílómetrar. Upp frá því var dauft yfir
atvinnulífi í Brunei uns Shell fann
þar olíu árið 1929- Það breytti þó
ekki miklu fyrr en á áratugnum
1950—60. Á þessum tíma höfðu
Bretar enn varnar- og utanríkismál
Brunei á sinni könnu, samkvæmt
samningi frá 1959, en áttu hins vegar
ekki nema lítinn hluta olíulindanna.
Núverandi soldán heitir Hassanal