Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 48

Úrval - 01.11.1982, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL honum á bakinu og eftirlét honum afganginn af ísbrauðforminu sínu. Eftir þetta stansaði hann á járn- brautarstöðinni til að fylgjast með því hverjir kæmu með síðdegislestinni. Hann þekkti þar roskinn herramann, Halsey, sem klappaði honum vinsam- lega. Síðan fór hann aftur upp á Aðalgötu til að halda áfram að heilsa upp á kjósendur sína. Hann stansaði hjá verkamönnum sem voru að koma fyrir holræsi; hann stóð á skurðbarm- inum og horfði niður í hann með forvitni sem sæmir opinberum vald- hafa. Svo hélt hann inn í skuggsælan kirkjugarðinn. Eg fylgdist með honum handan við stóran legstein þar sem hann lagðist á bakið, teygði úr fótunum og klóraði sér svo ræki- lega á hryggnum með því að hrista sig til á grasinu. Eftir nokkrar mínútur reis hann upp, teygði sig, geispaði og stytti sér svo leið yfír nokkra húsa- garða að húsinu okkar tii að fá sér miðdegislúrinn. Núna liggur hann sofandi undir vinnuborðinu mínu. Ég horfí á hann þar sem hann er víðsfjarri í sínum labradordraumum. Hann færir mér aftur hluta bernsku minnar, rifjar upp gamlar minningar um þá sem ég hef saknað — fótatak föður míns á veröndinni, sálmaspil móður minnar á píanóið, alla drengina og stúlkurnar sem ég þekkti einu sinni, ilm vor- morguns í Mississippi. í mínum huga hvíla nú andar Tonys, Sams, Jimbos, Sonnys, Dukes og sérstaklega gamla góða Skips í friði hans vegna. Hundar bæta líf mannsins; þeir hjálpa til að halda viðkvæmum brotum saman. Þegar Pétur, borgar- stjórinn, fór að búa hjá mér hressti hann upp á útlrnur minnar eigin tilveru. ★ Gamall bóndi fór í bíó í fyrsta skipti. Hann fylgaist eftirtektarsam- ur með öllu sem fram fór á hvíta tjaldinu, sérstaklega fannst honum áhugavert atriði þar sem hópur ungra stúlkna hóf að afklæðast áður en þær ætluðu í sund. Á meðan þær voru að afklæðast kom lest ak- andi og þegar hún var farin hjá voru stúlkurnar komnar út í vatnið. Þessi sýning hafði hafist rétt éftir hádegið og seint um kvöldið tók umsjónarmaður eftir því að gamli maðurinn sat þarna enn. Hann gekk til hans og spurði hvers vegna hann sæti kyrr svona margar sýningar. ,,Ahaa,” svaraði bóndi dræmt. ,,Ég held að lestin geti ekki alltaf verið svona stundvís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.