Úrval - 01.11.1982, Síða 48
46
ÚRVAL
honum á bakinu og eftirlét honum
afganginn af ísbrauðforminu sínu.
Eftir þetta stansaði hann á járn-
brautarstöðinni til að fylgjast með því
hverjir kæmu með síðdegislestinni.
Hann þekkti þar roskinn herramann,
Halsey, sem klappaði honum vinsam-
lega.
Síðan fór hann aftur upp á
Aðalgötu til að halda áfram að heilsa
upp á kjósendur sína. Hann stansaði
hjá verkamönnum sem voru að koma
fyrir holræsi; hann stóð á skurðbarm-
inum og horfði niður í hann með
forvitni sem sæmir opinberum vald-
hafa.
Svo hélt hann inn í skuggsælan
kirkjugarðinn. Eg fylgdist með
honum handan við stóran legstein
þar sem hann lagðist á bakið, teygði
úr fótunum og klóraði sér svo ræki-
lega á hryggnum með því að hrista sig
til á grasinu. Eftir nokkrar mínútur
reis hann upp, teygði sig, geispaði og
stytti sér svo leið yfír nokkra húsa-
garða að húsinu okkar tii að fá sér
miðdegislúrinn.
Núna liggur hann sofandi undir
vinnuborðinu mínu. Ég horfí á hann
þar sem hann er víðsfjarri í sínum
labradordraumum. Hann færir mér
aftur hluta bernsku minnar, rifjar
upp gamlar minningar um þá sem ég
hef saknað — fótatak föður míns á
veröndinni, sálmaspil móður minnar
á píanóið, alla drengina og stúlkurnar
sem ég þekkti einu sinni, ilm vor-
morguns í Mississippi. í mínum huga
hvíla nú andar Tonys, Sams, Jimbos,
Sonnys, Dukes og sérstaklega gamla
góða Skips í friði hans vegna.
Hundar bæta líf mannsins; þeir
hjálpa til að halda viðkvæmum
brotum saman. Þegar Pétur, borgar-
stjórinn, fór að búa hjá mér hressti
hann upp á útlrnur minnar eigin
tilveru.
★
Gamall bóndi fór í bíó í fyrsta skipti. Hann fylgaist eftirtektarsam-
ur með öllu sem fram fór á hvíta tjaldinu, sérstaklega fannst honum
áhugavert atriði þar sem hópur ungra stúlkna hóf að afklæðast áður
en þær ætluðu í sund. Á meðan þær voru að afklæðast kom lest ak-
andi og þegar hún var farin hjá voru stúlkurnar komnar út í vatnið.
Þessi sýning hafði hafist rétt éftir hádegið og seint um kvöldið tók
umsjónarmaður eftir því að gamli maðurinn sat þarna enn. Hann
gekk til hans og spurði hvers vegna hann sæti kyrr svona margar
sýningar.
,,Ahaa,” svaraði bóndi dræmt. ,,Ég held að lestin geti ekki alltaf
verið svona stundvís.