Úrval - 01.11.1982, Page 52

Úrval - 01.11.1982, Page 52
50 Mexíkó. Smátt og smátt kom fram t dagsljósið saga tveggja menningar- skeiða. Erfiðað til einskis Nokkur þúsund árum fyrir Krist fluttist þjóð frá strönd Mexíkóflóans og þangað sem þrtr dalir sameinast t sunnanverðu Mið-Mexíkó. Þetta fólk hafði gert uppgötvun sem átti eftir að greina það frá hirðingjaþjóðunum fyrir norðan Rio Grande. Fólkið hafði fundið plöntu sem hægt var að rækta og éta — maísinn. Þetta kraftaverk átti eftir að verða til þess að brauðfæða fyrstu raunverulegu menningarþjóðirnar í Ameríku: olmekana við strönd Mexíkóflóans, mayana t Mexíkó og Mið-Amertku og teotihuakana í Mexíkódalnum — og zapotekana í Oaxaca. Zapotekarnir námu land meðfram frjósömum árfarvegum og eftir því sem á leið lærðist þeim að rækta aðrar jurtir — squass, chilipipar, baunir og tómata. Þeir reistu sér steinhús sem kalk var borið utan á og skreyttu húsin með myndum af náttúruöfl- unum en á þau trúði þetta fólk. Landnám zapotekanna breyttist smátt og smátt í þorp og bæi. I kringum 1000 fyrir Krist til- kynntu prestarnir sem stjórnuðu gerðum zapotekanna að nú væri komið að því að fólkið þakkaði guðunum velgengnina og skyldi það gert með einhverju stórvirki. Hafist var handa um að byggja borgina á ÚRVAL tindi Monte Albán sem var hæsta fjall um þessar slóðir. Ekkert það verk sem vitað er um frá því fyrir daga Kólumbusar hefúr verið jafnerfitt og þetta. Byrjað var á því að slétta 6 hektara svæði á tindi Monte Albán og einnig voru jafnaðir að ofan aðrir smærri tindar í nágrenninu. Vatn þurfti að flytja upp á tindinn bæði til drykkjar og til þess að blanda með kalkblönduna og það báru þúsundir verkamanna í krúsum upp eftir stígum sem hlykkjuðust kíló- metra eftir kílómetra umhverfis fjallið. Björg sem nota átti í uppbygg- inguna og vógu tvö til fjögur tonn voru dregin upp eftir þessum sömu stígum. Aldrei var fullkomlega lokið við að reisa þessa háborg, þar eð hver byggingin tók við af annarri — og þær sem síðar komu voru jafnvel reistar á grunni þeirra sem fyrr höfðu risið. Hver byggingin var annarri glæsilegri. Zapotekarnir strituðu endalaust við þetta verk allt frá því það hófst og fram til um 800 eftir Krist, þegar menningin stóð á hátindi, og engar sögur fara af því að nokkru sinni hafði verið gerð tilraun til uppreisnar eða mótþrói sýndur. Þetta var heill þjóðflokkur byggingarlistamanna, verkfræðinga og verkamanna sem fylgdu einfaldri áætlun og listrænni hugsjón. Þannig var það að meira en 500 árum áður en Kólumbus lagði upp í Ameríkusiglingu sína var dýrðarljómi Monte Albán hvað mestur, þar höfðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.